Morgunblaðið - 22.07.2021, Page 8

Morgunblaðið - 22.07.2021, Page 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021 Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Páll Vilhjálmsson bendir á og dregur ályktanir: - - - EES-samn- ingurinn er tæplega 30 ára gamall, ætlaður þjóðum á leið í Evrópusam- bandið. Í dag eru það þrjú smáríki, Ísland, Noregur og Liechtenstein, sem eiga aðild að samningnum á móti ESB. Bretum datt ekki í hug að ánetjast samn- ingnum eftir útgöngu úr ESB með Brexit. - - - EES er vasaútgáfa af inn- göngusamningi í Evrópu- sambandið. Ísland hætti við aðild að ESB áramótin 2012/2013 í tíð vinstristjórnar Jóhönnu Sig. Það er ekki pólitískur vilji til að Ís- land gangi í ESB. Eftir Brexit er það pólitískur ómöguleiki. - - - Stefna verslunarkeðjunnar Krónunnar gegn íslenska ríkinu er á grunni EES-samn- ingsins. Krónan telur sig eiga bætur inni hjá almenningi, rík- issjóði, vegna þess að ýtrustu ákvæði EES voru ekki nýtt til að flytja inn í landið evrópska iðn- aðarvöru undir merkjum land- búnaðar, s.s. egg, kjöt og mjólk- urvörur. - - - Líkt og aðrar þjóðir standa Ís- lendingar vörð um innlenda matvælaframleiðslu. Málsókn Krónunnar sýnir að innan ramma EES-samningsins er ekki hægt að gæta innlendra hagsmuna gagn- vart útlöndum. - - - EES-samningnum á að segja upp strax. Samningurinn er óboðlegur fullvalda ríki.“ Páll Vilhjálmsson Sé hlaupið frá fyrirvörum fer illa STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Breska götublaðið Mail Online greindi frá því í gær að Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Everton, hefði verið færður í tímabundið skjólshús (e. safehouse) eft- ir að hafa verið handtekinn síðastliðinn föstudag grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfa var sleppt gegn tryggingu um helgina en heimildarmaður Mail Online segir Everton, félag Gylfa, hafa komið honum fyrir í húsnæðinu með sólarhringsgæslu. Sami miðill segir eig- inkonu Gylfa hafa flutt af heimili þeirra hjóna og sé nú í faðmi fjölskyldu sinnar á Íslandi. Breskir fjölmiðlar hafa ekki nafngreint Gylfa vegna lagalegra ástæðna. Götublaðið The Sun greindi frá því í gær að Gylfi væri sagður neita harðlega þeim ásök- unum sem á hann hafa verið bornar. Íslenskir stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Ever- ton eru að vonum slegnir vegna frétta af máli Gylfa. „Menn eru bara í sjokki, ég held að það sé alveg sama hver það er,“ segir Eyþór Guð- bjartsson, gjaldkeri stuðningsmannaklúbbs Everton. Gylfi sagður neita ásökunum - Færður í skjólshús - Stuðningsmenn slegnir AFP Neitar Gylfi Þór er sagður neita ásökunum. Hinn íslensk-kúbverski Yandy Nuñez Martines segir mótmæli á Austurvelli gegn ástandinu á Kúbu í gærkvöldi hafa gengið mjög vel og staðist allar væntingar. Á mótmælunum var þeim sem hafa mótmælt á Kúbu sýnd sam- staða. Slík mótmæli hafa verið haldin víðsvegar um heim á síðustu dögum. Yandy, sem stóð fyrir mótmælunum í gær, bendir á að í Bandaríkjunum hafi fjöldi fólks komið saman fyrir framan Hvíta húsið og í fjölmörgum öðrum löndum hafi Kúbverjar mót- mælt fyrir utan sendiráð Kúbu. Yandy segist ánægður með mæt- inguna í gærkvöldi og telur að 30 til 40 manns hafi mætt á mótmælin en það búa um 100 Kúbverjar á Íslandi. Að sögn Yandys kröfðust mótmæl- endurnir frelsis. „Markmið mót- mælanna er að sýna heiminum að Kúba hefur verið einræðisríki í meira en sextíu ár í sama stíl og Sovétríkin. Það kerfi féll, því svona kerfi ganga aldrei upp.“ gunnhildursif@mbl.is Kúbverjar kröfðust frelsis á Austurvelli Morgunblaðið/Árni Sæberg Mótmæli Mótmælendur á Austurvelli sýndu Kúbverjum samstöðu í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.