Morgunblaðið - 22.07.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.07.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021 Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Páll Vilhjálmsson bendir á og dregur ályktanir: - - - EES-samn- ingurinn er tæplega 30 ára gamall, ætlaður þjóðum á leið í Evrópusam- bandið. Í dag eru það þrjú smáríki, Ísland, Noregur og Liechtenstein, sem eiga aðild að samningnum á móti ESB. Bretum datt ekki í hug að ánetjast samn- ingnum eftir útgöngu úr ESB með Brexit. - - - EES er vasaútgáfa af inn- göngusamningi í Evrópu- sambandið. Ísland hætti við aðild að ESB áramótin 2012/2013 í tíð vinstristjórnar Jóhönnu Sig. Það er ekki pólitískur vilji til að Ís- land gangi í ESB. Eftir Brexit er það pólitískur ómöguleiki. - - - Stefna verslunarkeðjunnar Krónunnar gegn íslenska ríkinu er á grunni EES-samn- ingsins. Krónan telur sig eiga bætur inni hjá almenningi, rík- issjóði, vegna þess að ýtrustu ákvæði EES voru ekki nýtt til að flytja inn í landið evrópska iðn- aðarvöru undir merkjum land- búnaðar, s.s. egg, kjöt og mjólk- urvörur. - - - Líkt og aðrar þjóðir standa Ís- lendingar vörð um innlenda matvælaframleiðslu. Málsókn Krónunnar sýnir að innan ramma EES-samningsins er ekki hægt að gæta innlendra hagsmuna gagn- vart útlöndum. - - - EES-samningnum á að segja upp strax. Samningurinn er óboðlegur fullvalda ríki.“ Páll Vilhjálmsson Sé hlaupið frá fyrirvörum fer illa STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Breska götublaðið Mail Online greindi frá því í gær að Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Everton, hefði verið færður í tímabundið skjólshús (e. safehouse) eft- ir að hafa verið handtekinn síðastliðinn föstudag grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfa var sleppt gegn tryggingu um helgina en heimildarmaður Mail Online segir Everton, félag Gylfa, hafa komið honum fyrir í húsnæðinu með sólarhringsgæslu. Sami miðill segir eig- inkonu Gylfa hafa flutt af heimili þeirra hjóna og sé nú í faðmi fjölskyldu sinnar á Íslandi. Breskir fjölmiðlar hafa ekki nafngreint Gylfa vegna lagalegra ástæðna. Götublaðið The Sun greindi frá því í gær að Gylfi væri sagður neita harðlega þeim ásök- unum sem á hann hafa verið bornar. Íslenskir stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Ever- ton eru að vonum slegnir vegna frétta af máli Gylfa. „Menn eru bara í sjokki, ég held að það sé alveg sama hver það er,“ segir Eyþór Guð- bjartsson, gjaldkeri stuðningsmannaklúbbs Everton. Gylfi sagður neita ásökunum - Færður í skjólshús - Stuðningsmenn slegnir AFP Neitar Gylfi Þór er sagður neita ásökunum. Hinn íslensk-kúbverski Yandy Nuñez Martines segir mótmæli á Austurvelli gegn ástandinu á Kúbu í gærkvöldi hafa gengið mjög vel og staðist allar væntingar. Á mótmælunum var þeim sem hafa mótmælt á Kúbu sýnd sam- staða. Slík mótmæli hafa verið haldin víðsvegar um heim á síðustu dögum. Yandy, sem stóð fyrir mótmælunum í gær, bendir á að í Bandaríkjunum hafi fjöldi fólks komið saman fyrir framan Hvíta húsið og í fjölmörgum öðrum löndum hafi Kúbverjar mót- mælt fyrir utan sendiráð Kúbu. Yandy segist ánægður með mæt- inguna í gærkvöldi og telur að 30 til 40 manns hafi mætt á mótmælin en það búa um 100 Kúbverjar á Íslandi. Að sögn Yandys kröfðust mótmæl- endurnir frelsis. „Markmið mót- mælanna er að sýna heiminum að Kúba hefur verið einræðisríki í meira en sextíu ár í sama stíl og Sovétríkin. Það kerfi féll, því svona kerfi ganga aldrei upp.“ gunnhildursif@mbl.is Kúbverjar kröfðust frelsis á Austurvelli Morgunblaðið/Árni Sæberg Mótmæli Mótmælendur á Austurvelli sýndu Kúbverjum samstöðu í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.