Morgunblaðið - 22.07.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021
arfsmannafatnaður
rir hótel og veitingahús
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is
Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Hótelstjórnandann
Hótelrúmföt
Sérhæfum okkur í sölu á rúmfatnaði
og öðru líni fyrir hótel
Ferðumst
innanlands
í sumar
Skipholti 29b • S. 551 4422
Skoðið laxdal.is
40-70%
afsláttur
ENN MEIRI
AFSLÁTTUR
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Fæst í
netverslun
belladonna.is
Smart sumarföt, fyrir smart konur
Útsala-útsala
Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 |
Við erum á facebook
40-50%
afsláttur
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Mikill kurr er á meðal starfsmanna
Vegagerðarinnar á Ísafirði eftir að
þeim var gert að taka á sig 20-30%
launalækkun vegna skipulagsbreyt-
inga. Jónas Gunnlaugsson staðfesti
þetta í samtali við Morgunblaðið en
hann starfar í þjónustustöð Vega-
gerðarinnar í Dagverðardal á Ísa-
firði og fékk tilkynningu um skipu-
lagsbreytingar í bréfi 11. maí sl.
Jónas segir breytingarnar mikið
reiðarslag og nokkrir starfsmenn
séu að íhuga uppsögn.
„Þetta er náttúrulega bara mjög
þungt. Við erum nokkur komin á
þann aldur að við hlaupum ekkert í
aðra vinnu. Ég á raunar bara tvö ár
eftir af starfsævinni svo ég hleyp
ekkert svo auðveldlega í aðra vinnu,“
segir hann. „Ég er bara grautfúll og
finnst að með þessu sé verið að gera
lítið úr mínu vinnuframlagi til Vega-
gerðarinnar.“
Þá hefur Jónas ítrekað óskað eftir
útskýringu á skipulagsbreytingunni
en engin svör fengið.
Þegar Morgunblaðið leitaði eftir
viðbrögðum Vegagerðarinnar sagði
Sigurbjörg J. Narby Helgadóttir
mannauðsstjóri aðdragandann að
breytingunum hafa verið langan. Í
dag sé misræmi á launakjörum milli
starfsstöðva deildarinnar, sem eru
annars vegar í Reykjavík og hins
vegar á Ísafirði. Breytingin sé þann-
ig liður í því að jafna launakjör.
„Með þessari breytingu sem
starfsmönnum á Ísafirði var kynnt í
maí verða allir starfsmenn deildar-
innar vaktavinnumenn allan ársins
hring en hingað til hefur aðeins vakt-
stöðin í Reykjavík verið með vaktir
allan ársins hring,“ segir Sigurbjörg.
„Breytingin er því aðeins gerð til að
samræma laun þeirra starfsmanna
sem sinna sambærilegum störfum og
er gerð að vel íhuguðu máli og í sam-
ræmi við þau lög sem opinberar
stofnanir starfa eftir.“
Einhverjir starfsmenn hafa þó
dregið lögmæti breytingarinnar í efa
og hafa ákveðið að leita réttar síns
hjá stéttarfélaginu Sameyki. Þórar-
inn Eyfjörð, formaður Sameykis,
staðfestir í samtali við Morgunblaðið
að málið sé komið inn á borð hjá fé-
laginu. Þar sé það hins vegar í stoppi
vegna þess að Sameyki og Vegagerð-
ina greinir á um það hvort leyfilegt
hafi verið að keyra umræddar breyt-
ingar í gegn án þess að semja við fé-
lagsmenn um launasetningu.
„Þetta er í vinnsluferli sem álita-
mál hjá okkar lögmanni og þar sem
þetta snýst um túlkun kjarasamn-
inga fer þetta hugsanlega fyrir fé-
lagsdóm,“ segir Þórarinn og bætir
við: „Félagsdómur er þó mjög áset-
inn núna svo þetta gæti tekið svolít-
inn tíma. Við munum sækja þetta
mál en það mun ekki koma nein nið-
urstaða í því fyrr en það fer að nálg-
ast jólin held ég, því miður. Þetta er
álitamál og við erum ekki farin að sjá
fyrir endann á því.“
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Vegagerðin Þjónustustöð Vegagerðarinnar í Dagverðardal á Ísafirði.
Íhuga uppsögn
í kjölfar skipu-
lagsbreytinga
- Starfsmenn Vegagerðarinnar á
Ísafirði ósáttir við breytt launakjör
Arnar Sigurðsson, eigandi Sante-
wines, hefur lagt fram kæru á hend-
ur Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR,
fyrir rangar sakargiftir.
Í tilkynningu sem Arnar sendi frá
sér í gær segir: „Forstjóri ÁTVR
hefur vísvitandi haldið fram röngum
sakargiftum og sakar Santewines-
.sas með lögfesti í Frakklandi um
lögbrot þar sem félagið hafi ekki
virðisaukaskattsnúmer og skili ekki
lögbundnum gjöldum.“
Í tilkynningunni segir einnig að
áðurgreindar ásakanir séu rangar og
félagið hafi bæði virðisaukaskatts-
númer og kennitölu hér á landi.
Hann bendir á að rangar sakargiftir
séu refsivert athæfi, og þeim mun al-
varlegra sé þeim haldið fram af opin-
berum embættismanni.
Fram kemur einnig að ÁTVR sé
hvorki hagsmunaaðili né að rann-
sóknarskylda hvíli á stofnuninni er
varðar sölufyrirkomulag áfengis á
Íslandi.
Einnig bendir hann á að ÁTVR
hafi ekki gert athugasemdir við að
erlendar netverslanir selji vín í sam-
keppni við einokunarverslanir stofn-
unarinnar. Nánar á mbl.is
Kæra á hendur forstjóra ÁTVR
- Kærður af eiganda Santewines fyrir rangar sakargiftir