Morgunblaðið - 22.07.2021, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021
Óttar Guðmunds-
son geðlæknir fer
fyrir sögugöngu á
Þingvöllum í
kvöld, fimmtu-
dagskvöld. Þar
mun hann fjalla
um Þingvelli í ljósi
Sturlungu, sem
öll liggur undir þó
að þessu sinni
verði einkum
horft til Snorra Sturlusonar. Sá var
ekki einvörðungu sagnaritari er sat á
friðarstóli á höfuðbóli sínu í Reykolti
í Borgarfirði heldur einnig kaldrifj-
aður pólitíkus síns tíma sem lét víða
til sín taka og markaði djúp spor í
samtíma sinn.
Óttar hefur á undanförnum árum
fjallað mikið um tilveru og sálarlíf
fólks sem nefnt er í Íslendingasögum
og öðrum sambærilegum ritum.
Þannig hefur Óttar oft varpað nýju
ljósi á hvernig lesa má Íslendingasög-
urnar, segir í tilkynningu.
Til að bæta í stemninguna í göngu
kvöldsins munu Jóhanna Þórhalls-
dóttir og Signý Sæmundsdóttir
stjórna fjöldasöng í Almannagjá í
göngunni, sem hefst klukkan 20 þar
sem lagt verður af stað frá gestastof-
unni á Haki.
Þingvallaganga í kvöld
Morgunblaðið/Ingó
Þingvellir Arkað niður Almannagjá.
Óttar og Snorri
Óttar
Guðmundsson
lífinu má segja að annað í mannlífinu
komi nánast af sjálfu sér. Alltaf er
svo mikilvægt að byggja á reynslu
og þekkingu og læra af sögunni. Í
Noregi er þess nú minnst að áratug-
ur er frá hryðjuverkunum í Útey í
Noregi, þar sem tugir fórust eftir að
vopnaður ódæðismaður fór þar um.
Sárin gróa seint eftir ógnarverk,
sem mikilvægt er að gleymist ekki.
Verði lærdómur til framtíðar um að
öfgaviðhorf eru alltaf vond. Mikil-
vægt er jafnframt að láta skynsemi
og þekkingu ráða för í sérhverju
máli, þó nú sé svo komið í stríðinu
við veiruna vondu að veröldin veit
varla sitt rjúkandi ráð. sbs@mbl.is
Hnötturinn snýst hratt og fólk er
alltaf að flýta sér. Þetta gæti verið
lýsingin á því fjölbreytta efni sem
má finna í myndabanka fréttastof-
unnar AFP, sem Morgunblaðið fylg-
ist vel með. Ólíkir menningarheimar
mætast í þeim þúsundum mynda
sem daglega berast. Fegurð felst í
fjölbreytni og hún nærir lífsforvitni
og leit að nýrri þekkingu sem öllum
er mikilvægt að tileinka sér í leik og
starfi.
Stjórnmál og viðskipti eru áber-
andi þræðir í heimsfréttum hvers
dags. Vissulega skipta slíkar fregnir
miklu máli, því ef stjórnarhættir eru
í lagi og öruggur gangur í efnahags-
Minning Blóm voru í gær lögð að minnisvarða í Útey í Noregi, en í dag eru lið-
in rétt tíu ár frá hryðjuverkaárás sem Andres Behring Breivik framdi þar.
Frelsi Grímulaus á göngu við Tower Bridge í London. Nánast öllum tak-
mörkunum vegna veirunnar hefur verið aflétt á Englandi, þótt viðsjár séu.
AFP
Hjólað Tour de France-hjólreiðakeppnin er heimsfræg. Þátttakendur voru
á ferðinni í vikunni og stoppuðu við pýramídann hjá Louvre-safninu í París.
Hraðferð um heiminn í myndmáli
Hnattferð! Ferðalög um heiminn eru takmörkuð.
Myndir koma í staðinn og þá gildir ævintýrið um að
sitja kyrr á sama stað en samt að vera að ferðast.