Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Kíktu til okkar í góðan mat og notalegt andrúmsloft Borðapantanir á www.matarkjallarinn.is Nýttu ferðagjöfina hjá okkur Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin hefur flutt höfuðstöðvar sínar í Suðurhraun 3 í Garðabæ. Þetta telst til tíðinda því þessi þekkta ríkisstofnun hefur verið með höfuðstöðvar sínar í Borgartúni í Reykjavík frá árinu 1942, eða í tæp- lega 80 ár. Með nýjum höfuðstöðvum verður starfsemin á höfuðborgarsvæðinu sameinuð á einn stað en Vegagerðin var áður á þremur stöðum, í Borg- artúni, Vesturvör í Kópavogi og Hringhellu í Hafnarfirði. Nýju höfuðstöðvarnar skiptast í 6.000 fermetra skrifstofu- og geymsluhúsnæði og 9.000 fermetra útisvæði. Skrifstofuhlutinn er að mestu nýsmíði en skemmur eru að- eins lítillega breyttar. Reginn hf. sá um byggingu hússins en aðal- verktaki framkvæmdanna var ÍAV. Batteríið Arkítektar teiknuðu húsið en Gláma Kím arkítektar voru Vega- gerðinni innan handar við hönnun innanhúss og val á húsgögnum. Í húsinu eru um 170 starfsstöðvar, 21 fundarherbergi af ýmsum stærð- um og 10 minni svokölluð næð- isrými. Samkeppni um nöfn á fundar- herbergi var haldin meðal starfs- manna Vegagerðarinnar. Niður- staðan var sú að hver hæð er tengd ákveðnu þema í anda Vegagerð- arinnar. Á fyrstu hæð heita fund- arherbergi eftir veðurlýsingum, til dæmis Éljagangur, Snjókoma, Skaf- renningur og Sunnanvindur. Á ann- arri hæð er þemað fornar leiðir á sjó og landi. Þar má finna nöfn á borð við Kiðagil, Kóngsveg, Maríuhöfn og Orrustukamb. Á þriðju hæð er vita- þema þar sem fundarherbergi heita eftir vitum á borð við Gróttuvita, Straumnesvita og Hornbjargsvita. Þrjú félagsrými eru í húsinu. Mötuneytið ber heitið Veganesti, á annarri hæð má finna Hafnakaffi og á þeirri þriðju Vitakaffi. Í miðju hússins er fallegur inni- garður, pallalagður með tveimur trjábeðum. Kosið var um nafn á garðinn sem heitir Miðgarður. Flutningur hefur staðið yfir und- anfarna daga og vikur. Flestir starfsmenn eru nú komnir í hús en eftir er að flytja vaktstöð Vegagerð- arinnar sem verður gert síðar í sum- ar, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Áform hafa lengi verið uppi um nýtt húsnæði. Þau frestuðust í hruninu árið 2008 en voru tekin upp aftur um áratug síðar. Fram- kvæmdasýsla ríkisins auglýsti eftir húsnæði fyrir Vegagerðina 2018. Meðal þeirra sem skiluðu tilboði var fasteignafélagið Reginn hf. sem bauð fram Suðurhraun 3. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Helgi S. Gunn- arsson, forstjóri Regins hf., skrifuðu undir samkomulag um byggingu höfuðstöðvanna í mars 2020. Reginn byggði húsnæðið og á það en Vega- gerðin leigir til langs tíma. Reiknað var með að það tæki um eitt ár að fullgera bygginguna en vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar urðu nokkrar tafir á verkinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýjar höfuðstöðvar Suðurhraun 3, þar sem Vegagerðin er með starfsemi til framtíðar. Nýju höfuðstöðvarnar skiptast í 6.000 fermetra skrifstofu- og geymsluhúsnæði og 9.000 fermetra útisvæði. Vegagerðin flutt í Garðabæ - Hefur verið með höfuðstöðvar í Reykjavík í tæp 80 ár - Starfsemin er nú sameinuð á einum stað Skrifstofur Unnið er í opnum rýmum en í húsinu er einnig fjöldi fundarherbergja. Starfsfólkið valdi sjálft nöfnin. Anddyrið Víða í hinu nýja húsi er að finna gamla muni sem tengjast starfi Vegagerðarinnar síðustu áratugina. Inngangur Þegar gengið er að nýja húsinu blasir við vegleg varða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.