Morgunblaðið - 22.07.2021, Síða 20

Morgunblaðið - 22.07.2021, Síða 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Kíktu til okkar í góðan mat og notalegt andrúmsloft Borðapantanir á www.matarkjallarinn.is Nýttu ferðagjöfina hjá okkur Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin hefur flutt höfuðstöðvar sínar í Suðurhraun 3 í Garðabæ. Þetta telst til tíðinda því þessi þekkta ríkisstofnun hefur verið með höfuðstöðvar sínar í Borgartúni í Reykjavík frá árinu 1942, eða í tæp- lega 80 ár. Með nýjum höfuðstöðvum verður starfsemin á höfuðborgarsvæðinu sameinuð á einn stað en Vegagerðin var áður á þremur stöðum, í Borg- artúni, Vesturvör í Kópavogi og Hringhellu í Hafnarfirði. Nýju höfuðstöðvarnar skiptast í 6.000 fermetra skrifstofu- og geymsluhúsnæði og 9.000 fermetra útisvæði. Skrifstofuhlutinn er að mestu nýsmíði en skemmur eru að- eins lítillega breyttar. Reginn hf. sá um byggingu hússins en aðal- verktaki framkvæmdanna var ÍAV. Batteríið Arkítektar teiknuðu húsið en Gláma Kím arkítektar voru Vega- gerðinni innan handar við hönnun innanhúss og val á húsgögnum. Í húsinu eru um 170 starfsstöðvar, 21 fundarherbergi af ýmsum stærð- um og 10 minni svokölluð næð- isrými. Samkeppni um nöfn á fundar- herbergi var haldin meðal starfs- manna Vegagerðarinnar. Niður- staðan var sú að hver hæð er tengd ákveðnu þema í anda Vegagerð- arinnar. Á fyrstu hæð heita fund- arherbergi eftir veðurlýsingum, til dæmis Éljagangur, Snjókoma, Skaf- renningur og Sunnanvindur. Á ann- arri hæð er þemað fornar leiðir á sjó og landi. Þar má finna nöfn á borð við Kiðagil, Kóngsveg, Maríuhöfn og Orrustukamb. Á þriðju hæð er vita- þema þar sem fundarherbergi heita eftir vitum á borð við Gróttuvita, Straumnesvita og Hornbjargsvita. Þrjú félagsrými eru í húsinu. Mötuneytið ber heitið Veganesti, á annarri hæð má finna Hafnakaffi og á þeirri þriðju Vitakaffi. Í miðju hússins er fallegur inni- garður, pallalagður með tveimur trjábeðum. Kosið var um nafn á garðinn sem heitir Miðgarður. Flutningur hefur staðið yfir und- anfarna daga og vikur. Flestir starfsmenn eru nú komnir í hús en eftir er að flytja vaktstöð Vegagerð- arinnar sem verður gert síðar í sum- ar, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Áform hafa lengi verið uppi um nýtt húsnæði. Þau frestuðust í hruninu árið 2008 en voru tekin upp aftur um áratug síðar. Fram- kvæmdasýsla ríkisins auglýsti eftir húsnæði fyrir Vegagerðina 2018. Meðal þeirra sem skiluðu tilboði var fasteignafélagið Reginn hf. sem bauð fram Suðurhraun 3. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Helgi S. Gunn- arsson, forstjóri Regins hf., skrifuðu undir samkomulag um byggingu höfuðstöðvanna í mars 2020. Reginn byggði húsnæðið og á það en Vega- gerðin leigir til langs tíma. Reiknað var með að það tæki um eitt ár að fullgera bygginguna en vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar urðu nokkrar tafir á verkinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýjar höfuðstöðvar Suðurhraun 3, þar sem Vegagerðin er með starfsemi til framtíðar. Nýju höfuðstöðvarnar skiptast í 6.000 fermetra skrifstofu- og geymsluhúsnæði og 9.000 fermetra útisvæði. Vegagerðin flutt í Garðabæ - Hefur verið með höfuðstöðvar í Reykjavík í tæp 80 ár - Starfsemin er nú sameinuð á einum stað Skrifstofur Unnið er í opnum rýmum en í húsinu er einnig fjöldi fundarherbergja. Starfsfólkið valdi sjálft nöfnin. Anddyrið Víða í hinu nýja húsi er að finna gamla muni sem tengjast starfi Vegagerðarinnar síðustu áratugina. Inngangur Þegar gengið er að nýja húsinu blasir við vegleg varða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.