Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 39
toga á Bakka. „Það er grundvall- aratriði, hvort sem um er að ræða Raufarhöfn, Húsavík, Akureyri eða Hong Kong að hafa sem mestan fjölbreytileika í atvinnulífinu og eiga ekki of mikið undir velgengni einnar greinar eða eins fyrirtækis. Um leið verðum við að nýta þær auðlindir sem við höfum og efla verðmætasköpun á skynsamlegum grunni,“ segir Kristján. Ljósleiðaravæðingu lokið Atvinnuppbyggingin og þau tækifæri fyrir fjarvinnu sem skyndilega opnuðust í kór- ónuveirufaraldrinum þýða að margir renna hýru auga til Norð- urþings og gætu hugsað sér að setjast þar að. Kristján segir að þótt svæðið sé fjarri höfuðborginni fylgi ótal kostir því að verða hluti af samfélaginu í Norðurþingi. „Það eru einkum áhugaverð störf sem fá fólk til að koma, en því til viðbótar kunna aðfluttir að meta t.d. góða þjónustu í skólunum okkar og öfl- ugt íþróttastarf Völsungs. Leik- skólar taka inn börn um 12 mán- aða aldur og ef áframhaldandi atvinnuuppbygging verður á svæð- inu má ætla að við þurfum að bæta og stækka okkar innviði, þá sér- staklega byggingar á borð við leik- skóla og skóla. En það er ánægju- leg framtíðarsýn að þurfa að glíma við.“ Á síðustu árum hefur sveitarfé- lagið lokið við ljósleiðaravæðingu í dreifbýli Norðurþings og er net- tenging því eins og best verður á kosið sem Kristján segir að leysi m.a. vanda þeirra sem vinna fjar- vinnu fyrir fyrirtæki í öðrum landshlutum eða jafnvel öðrum heimshlutum. „Flugsamgöngur frá Húsavík og Akureyri eru okkur gríðarlega mikilvægar. Innan- landsflugið veitir okkur mikil lífs- gæði og algert lykilatriði að því sé viðhaldið. Vegasamgöngur eru líka góðar og við veigrum okkur ekkert við því að sækja ákveðna sérþjón- ustu til Akureyrar eða skjótast til Reyjavíkur, þótt markmiðið sé allt- af að efla verslun og þjónustu í heimabyggð.“ Dagleg lífsgæði Bætir Kristján við að öðru frem- ur kunni fólk að meta nándina sem fylgir því að búa í tiltölulega smáu samfélagi og í návígi við náttúr- una. „Svo munar líka um að þurfa ekki að sitja í bíl í klukkutíma á dag til að komast til og frá vinnu, heldur geta einfaldlega rölt stuttan spöl til vinnunnar. Það eru lífsgæði sem skipta máli á hverjum degi.“ Ljósmynd/Ales Mucha Sókn „Það eru einkum áhugaverð störf sem fá fólk til að koma,“ segir Kristján um þróunina. 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021 Við Húsavík Í faðmi náttúrunnar NÆÐI | NÁTTÚRA | RÓ www.kaltbakskot.com Frítt fyrir aftanívagna íVaðlaheiðargöng Þjónustuver Vaðlaheiðarganga er opið 10 til 12 og 13 til 15 virka daga 464 1790 veggjald@veggjald.is Hlökkum til að taka á móti ykkur! www.geosea.is Opið alla daga í sumar 11:00–23:00 Húsavík tekur vel á móti okkur um helgina þar sem K100 verður í beinni útsendingu á bæjar- og fjölskylduhátíðinni Mærudögum Hægt er að fylgjast með í Sjónvarpi Símans og á K100.is Húsvíkingar halda Mærudaga há- tíðlega um helgina og verður K100 með beina útsendingu. Kristján segir hátíðina öðru fremur haldna fyrir heimamenn og brottflutta Húsvíkinga en dagskráin er bæði fjölbreytt og fjölskylduvæn og með sterka tengingu við tónlistarmenn- ingu bæjarins. „Tónleikar laugar- dagsins marka hápunkt hátíðar- innar og er t.d. von á Svölu Björgvins, Audda og Steinda. Tóna- smiðjan er líka fastur liður en þar syngja og spila börnin í bænum.“ Af öðrum skemmtilegum hefðum má nefna Mærudagshlaupið sem fer þannig fram að bæði börn og fullorðnir hlaupa garð úr garði í leit að sælgæti. „Mæra er einmitt gamalt íslenskt orð yfir nammi, og ef húseigendur hafa merkt garðana sína með hvítri veifu má fólk koma þangað inn í leit að góðgæti.“ Kristján nefnir að auki viðburði á borð við Tívolí á höfninni, fjalla- hjólamót, og froðurennibraut á grastúninu við bæjarsundlaugina. „Veðurspáin er góð þótt von geti verið á rigningu hluta úr degi. En ég held í þá von að líkt og fyrri ár verði dásamlegt veður við bryggj- una á laugardagskvöldinu þegar tónleikarnir fara fram. Í það minnsta verða allir í hátíðarskapi.“ Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Upplifun Frá Mærudögum 2018. Þar er haldið í hefðirnar og margt að sjá. Hlaupa um bæinn í leit að sælgæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.