Morgunblaðið - 22.07.2021, Page 52

Morgunblaðið - 22.07.2021, Page 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021 SMÁRALIND – DUKA.IS FAVOURITE BOLLAR Tilvalin tækifærisgjöf Verð frá 3.290,- stk. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Ýmsir möguleikar eru í stöðunni svo þú skalt ekki skrifa undir neitt fyrr en þú hefur kynnt þér alla málavöxtu. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú tekur það upp hjá sjálfum þér að vera aðeins betri við fólk en nauðsynlegt er. Að vera góður vinur hefur mikið með tímasetningu að gera. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Óvænt tækifæri berst upp í hend- urnar á þér og nú hefur þú enga afsökun fyrir því að nýta þér það ekki. Nú er lag að undirbúa gott ferðalag. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Í dag ertu ekki lengur til í að hunsa það sem hefur angrað þig í nokkurn tíma. Ef þú kemur ekki auga á það skiptir það ekki máli, en annars skaltu nýta tækifærið. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Að vera upptekinn er ekki það sama og að vera afkastamikill. Listaverkið sem þú kallar líf er að verða stórkostlegra en þú áleist mögulegt. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það leysir engin vandamál að sópa þeim undir teppið. Sýndu sveigjanleika, þegar alir virðast vilja breyta öllu í kringum þig. 23. sept. - 22. okt. k Vog Gættu þess að gleyma þér ekki í vangaveltum og dagdraumum. Gerðu hvað þú getur til að vekja athygli yfirmanna þinna á verkum þínum. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Forðastu mikilvægar ákvarð- anir í dag. Heimurinn er nógu erfiður, þótt ekki sé allt upp á alvarlega mátann. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það er engin ástæða til þess að vera hræddur við framandlegar að- stæður, þótt það sé eðlilegt. Reyndu að forðast deilur. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Gefðu þér nægan tíma til að skipuleggja framgöngu þína því minnstu mistök munu færa þig aftur á byrjunarreit. Mundu að það sem þú gefur frá þér færðu til baka. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Nánustu vinir þínir verða þér sérsatklega mikilvægir næstu daga. Góð vinátta er gulli betri. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þér hættir til að láta tímann líða án þess að þú komir miklu í verk. Skrifaðu nið- ur það sem þú gætir íhugað að geti farið betur síðar. þakkað í bak og fyrir enda auðveldar gagnagrunnurinn þeim lífið.“ Síðan vakti einnig athygli bókaútgefenda í Liverpool sem buðu þeim að skrifa bók um sögu Liverpool. „Það má segja að ég var þá kominn í heilan hring eftir að hafa kolfallið fyrir fé- laginu eftir að hafa lesið þýdda bók um sögu þess í æsku og verið síðan beðinn um að skrifa sögu liðsins á ensku 30 árum síðar.“ Bókin Liverpool: The Complete Record kom út 2011 og hefur verið endurútgefin. Stærsta bók Arn- gríms og Guðmundar er The Liver- pool Encyclopedia sem kom út 2013. mundur Magnússon, forritari ákváðum að gera eitthvað í málunum árið 2002. Mummi forritaði gagna- grunn og ég sá um að setja inn töl- fræðina með hjálp mætra manna.“ Vefsíðan LFChistory.net fór í loftið í september 2003 og þar er að finna allar upplýsingar um félagið síðan stofnun þess árið 1892. „Við Guð- mundur erum ágætir saman. Ég er penninn og hann er tölvugúrúinn og samvinna okkar hefur leitt af sér þennan vef og svo tvær bækur um Liverpool. Fjölmiðlar nýta síðuna daglega og ef maður rekst á fjöl- miðlamenn í Liverpool er manni A rngrímur Baldursson fæddist 22. júlí 1971 á Akureyri. „Ég bjó á Brekkunni á Akureyri í Goðabyggð sem var mjög samheldin og skemmtileg gata. Þar þekktust allir og haldin götugrill á hverju sumri. Þetta var mikil KA- gata enda bjuggu nokkrir meistara- flokksmenn þar.“ Eftir grunnskólann fór Arn- grímur í Menntaskólann á Akureyri og síðan í Háskóla Íslands í ensku- deildina þaðan sem hann útskrifaðist 1994. Hann hefur starfað sem þýð- andi á Stöð 2 í rúm 20 ár. Þegar Arngrímur var tíu ára fékk hann bók um sögu Liverpool FC í jólagjöf sem breytti lífi hans. „Bókin kveikti neista í mér og ég las hana aftur og aftur, alls held ég 13-14 sinnum. Saga félagsins var svo áhugaverð að ég varð heltekinn og hef ekki sleppt takinu síðan þá.“ Arngrímur segir að sérstakur andi ríki á meðal stuðningsmanna Liver- pool. „Meirihluti íbúa Liverpool á rætur sínar að rekja til írskra inn- flytjenda enda sú enska borg sem er nálægust Írlandi. Írarnir flýðu hungursneyð heima fyrir og hafn- arborgin mikla gat útvegað mönnum vinnu. „Scouserar“ eins og heima- menn eru gjarnan kallaðir eru til að mynda lítt hrifnir af enska landslið- inu og nánast enginn sem ég þekki studdi það á Evrópumótinu í sumar. Þetta er sérstakur þjóðflokkur sem er ótrúlega fyndinn og býr yfir mikl- um eldmóði. Áhuginn á Liverpool FC er mikill á Íslandi. Flestum í mínu lífi fyrir ut- an fjölskylduna og æskuvini hef ég tengst í gegnum Liverpool á einn eða annan hátt. Nú ríkir enn eitt blómatímabilið enda erum við með Þjóðverjann Jürgen Klopp við stjórnvölinn sem er risakarakter eins og Skotinn Bill Shankly sem reif upp félagið á sjöunda áratugn- um eftir nokkra ára dvöl þess í 2. deild.“ Arngrímur hefur verið stórtækur í því að skrásetja sögu félagsins. „Mér fannst aðgengi að grundvallar- upplýsingum um liðið á netinu svo lélegt að ég og stórvinur minn, Guð- „Maður vann öll kvöld, nætur og helgar til að skila inn 650 síðna risa- vaxinni bók með 1100 myndum. Ég get alveg fullyrt að hún er á meðal bestu bóka sem hafa verið skrifaðar um Liverpool FC enda veit ég hversu mikið var lagt í hana.“ Þriðja bók Arngríms er síðan Mr Liverpool – Ronnie Moran: The Official Life Story. „Bókin kom út tveimur vikum áður en Ronnie lést árið 2017. Eftir útgáfuna festist nafnbótin Mr Liver- pool við hann, sem ég er ánægður með, en hann starfaði 49 ár hjá fé- laginu.“ Arngrímur hefur farið á 43 leiki með Liverpool (Sigrar 22 – jafntefli 10 – töp 11) og strákarnir hans tveir styðja – ótrúlegt en satt – sama lið og pabbinn. Eldri strákurinn, Leon Bjartur, sá fyrstu leiki sína á Anfield haustið 2019 sem voru gegn Genk og Manchester City. „Eftirminnilegir leikir eru helst sigrarnir á Chelsea og Barcelona í undanúrslitum Meist- aradeildar 2005 og 2019. Stúkurnar á Anfield eru þétt upp við völlinn enda er leikvangnum þröngar skorð- ur settar inni í miðju íbúðahverfi. Gegn Barcelona vorum við 3-0 undir eftir fyrri leikinn á Spáni og unnum 4-0. Ég stóð í sjöttu sætaröð Kop- stúkunnar beint fyrir aftan mark Barca þegar mörkin flæddu þar inn í síðari hálfleik. Draugamarkið svo- kallaða hjá Luis Garcia gerði út um leikinn gegn Chelsea og þegar það kom snemma leiks flaug ég niður tvær sætaraðir í Kop því það gjör- samlega trylltist allt.“ Árið 2015 hóf Arngrímur að stunda fjallgöngur og tengist það líka öðru áhugamáli hans, ljós- myndun. Arngrímur hefur verið í Toppförum þar sem miklir göngu- garpar eru og er fastamaður í Gönguhóp Gumma Egils sem er einnig kenndur við gamla vinnustað hans 365. „Ég er nýkominn úr ferð með Gumma á Hornstrandir, en ég fór þangað fyrst með honum 2019. Sá hópur fer í eina stóra gönguferð á ári á Íslandi en villtist einnig til Nep- als árið 2017. Þarna endar maður í 5.300 metrum í grunnbúðum Ever- est og þetta er klikkaðasta ferð sem ég hef farið í enda loftið þunnt. Þar Arngrímur Baldursson þýðandi og eldheitur Liverpool aðdáandi – 50 ára Púllari fyrir lífstíð 2016 Með goðinu, Jürgen Klopp með bók Arngríms, Liverpool Encyclopedia. Sumarið 2016 Synir Arngríms eru komnir í lið með pabba í boltanum og hér eru þeir með honum í Liverpool peysunum sínum. Göngugarpur Arngrímur er nýkominn af Hornströndum en þessi mynd er tekin 2019. Til hamingju með daginn 50 ÁRA Ingunn Guð- jónsdóttir fæddist 22. júlí árið 1971 á Selfossi og ólst þar upp. Hún gekk í barnaskóla Sel- foss og varð stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 1993. Þá fór hún til Reykja- víkur og útskrifaðist með B.Ed-gráðu í grunnskólakenn- arafræðum frá Háskóla Íslands árið 2010 og bætti svo við sig sér- kennslufræðum nokkru seinna. Ingunn hefur alltaf haft mikið yndi af því að vinna og starfaði hún einna lengst í Pylsuvagninum á Sel- fossi, einnig vann hún í nokkur ár í Prent- smiðju Suðurlands og í dag starfar hún sem sérkennari við Valla- skóla á Selfossi. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum og æfði meðal annars sund á mínum yngri árum. Í dag er mitt helsta áhugamál útivist og þá helst gönguferðir og fjallgöngur.“ FJÖLSKYLDA Ingunn á eina dóttur, Rannveigu Hörpu Jónþórsdóttur, f. 4.4. 1998, sem er að læra íþrótta- og heilsufræði. Móðir Ingunnar er Rann- veig J. Einarsdóttir, f. 27.9. 1944. Faðir hennar var Guðjón Gestsson, f. 7.5. 1934, d. 1.6. 2020. Bræður hennar eru Rúnar Guðjónsson, f. 26.4. 1965, og Gestur Guðjónsson, f. 3.11. 1980. Ingunn Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.