Morgunblaðið - 22.07.2021, Qupperneq 58
58 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021
Þ
egar hafist er handa við að
skrifa plötudóm og fyrsta
verkefnið er að leita á net-
inu að hinum fjölmörgu
framandi hljóðfærum sem leikið er á
þýðir það bara eitt: Hér er svo sann-
arlega komin plata sem er alls ekki
eins og það sem dags daglega rekur
á fjörur manns. Hver þekkir svo sem
tamboura,
konnakol, oud
og cifteli? Þetta
eru strengja- og
ásláttarhljóð-
færi sem ættuð
eru frá Indlandi,
Albaníu og
Norður-Afríku og blandast afskap-
lega vel við kontrabassa-, klarinett-
og píanóleikinn svo úr verður ein-
stakur hljóðheimur.
Það er afskaplega skemmtilegt að
hlusta á Meridian Metaphor og vita í
raun ekki nákvæmlega hvert af
þessum undarlegu hljóðfærum er að
leika í það og það skiptið og eykur
það mjög á framandleika plötunnar í
heild sinni. Hljómurinn verður ill-
skilgreinanlegur og dettur mér helst
í hug til samanburðar að þetta sé ör-
lítið eins og a-hliðin á Lodger með
David Bowie ef hún væri ósungin
djassplata. Það er þó líka heilmikið
af skírskotunum í framsækna tón-
list, svokallað proggrokk á borð við
King Crimson, og útsetningar ásamt
trommuleik Matthíasar Hemstock
setja heilmikinn svip á það.
Hljómur og áferð plötunnar eru
ferðalag um heiminn sem allt í einu
er kominn í stofuna eða beint í eyrun
og kitla ævintýraþrána, en það eru
þó lagasmíðarnar sjálfar sem eru
raunverulegur styrkur plötunnar.
Lögin á þessari plötu ná manni eftir
nokkrar hlustanir og sum þeirra eru
svo ágeng að manni finnst eins og
þau hafi bara alltaf verið til. Þar má
sérstaklega nefna lögin „Berlin Bac-
alhau“, „Stinningskaldi“ og lokalagið
„Mehmetaphor“ sem eru svo sterk
og grípandi að manni bregður hrein-
lega við. Þetta eru sterkustu lögin en
hin fimm á plötunni hafa líka öll eitt-
hvað við sig. Hljóðfærunum er gefið
rými til samtals og hvert og eitt fær
pláss til að segja sína sögu sem sam-
tvinnast þegar allt fer af stað og rís
upp. Þarna er angurværð í lagasmíð-
um og virðing í flutningi og útkoman
hreyfir við hlustendum sem hafa
tilbúin eyru til að fara á flug í stof-
unni sinni. Enn eitt meistaraverkið
sem Reykjavík Record Shop býður
elskendum góðrar tónlistar upp á.
Morgunblaðið/Hari
Kontrabassi „Það eru þó lagasmíðarnar sjálfar sem eru raunverulegur
styrkur plötunnar,“ segir um nýja plötu Sigmars Matthíassonar.
Heimstónlistardjass
Meridian Metaphor bbbbb
Höfundur tónlistar og útsetninga:
Sigmar Matthíasson ásamt hljómsveit.
Sigmar Matthíasson spilar á kontra-
bassa, Ásgeir Ásgeirsson á oud og tam-
boura, Haukur Gröndal á klarinett, Ingi
Bjarni Skúlason á píanó og Matthías
Hemstock á trommur. Sérstakir gestir á
plötunni eru Ayman Boujlida, sem leikur
á konnakol og sér um áslátt í laginu
„Karthado“, og Taulant Mehmeti sem
leikur á cifteli í laginu „Mehmetaphor“.
Upptökur fóru fram í Sundlauginni 14.-
16. október 2020 og Birgir Jón Birgis-
son tók upp. Matti Kallio hljóðblandaði í
Fireland í Reykjavík og Pauli Saastamoi-
nen hljómjafnaði í Finnvox Studios í
Finnlandi. Útgáfudagur er 4. júní 2021.
RAGNHEIÐUR
EIRÍKSDÓTTIR
TÓNLIST
Tilbúin eyruStarfsmenn hjá Victoria and Albert
Museum í London telja sig hafa
fundið fingrafar ítalska endur-
reisnarlistamannsins Michelang-
elos. Þessu greinir Artnet News
frá, en fjallað er um fundinn
í fyrsta þættinum af Secrets
of Museum sem nýverið hóf
göngu sína á BBC Two.
Í þættinum er haft eftir
Petu Motture, aðalforverði
safnsins, að nokkru eftir að
safninu var lokað fyrir
gestum vegna heimsfarald-
ursins í fyrravor hafi
starfsmenn tekið eftir því
að vaxstyttur Michelangelos,
sem þar voru til sýnis, hafi ver-
ið byrjaðar að svitna vegna
mikils hita í sýningarsalnum
sem snýr mót suðri. Þá hafi sú
ákvörðun verið tekin að flytja
stytturnar á svalari stað í
kjallara safnsins. Fimm
mánuðum seinna þegar stytt-
urnar voru sóttar aftur upp
hafi einn forvarða safnsins
tekið eftir fingrafari á ann-
arri rasskinn umræddrar
vaxstyttu. Samkvæmt frétt
Artnet News er talið lík-
legt að fingrafarið hafi
birst „þökk sé efnafræði-
legum breytingum í vaxinu
Mögulega fingrafar sjálfs Michelangelos
sökum sveiflna í hita- og rakastigi“.
Vaxstyttuna gerði Michelangelo
sem lið í undirbúningi fyrir
risamarmarastyttu af þræl
sem prýða átti ófullgerða gröf
Júlíusar II páfa við Péturs-
kirkjuna í Róm. Michelangelo
náði aðeins að byrja á framhlið
marmarastyttunnar, sem í dag
er hluti af safnkosti Galleria
dell-Accademia í Flórens.
Michelangelo gerði um fjöru-
tíu minni vaxstyttur til að
undirbúa marmarastyttuna,
en aðeins örfáar þeirra hafa
varðveist. „Það var aldrei
ætlunin að vaxstyttunar
ættu að endast lengi. Það
er það sem er svo heillandi
og einstakt við þessa
styttu. Listamanninn hef-
ur sennilega aldrei grunað
að hún myndi endast í
nokkrar aldir eftir andlát
hans,“ segir Victoria Oak-
ley, sýningarstjóri hjá Vic-
toria and Albert Museum,
við dagblaðið The Tele-
graph.
Þræll Vaxstyttan af þræl sem
Michelangelo skóp á tíma-
bilinu 1516-1519. Myndin er
fengin frá Victoria and Albert
Museum í London.
Aðeins örfáum
klukkutímum
fyrir frumsýn-
ingu á söng-
leiknum Ösku-
busku eftir
Andrew Lloyd
Webber í Gillian
Lynne-leikhús-
inu í London til-
kynnti tónskáld-
ið á sunnudag að
fresta þyrfti frumsýningunni um
óákveðinn tíma. Ástæðan er sú að
daginn áður hafði einn leikari sýn-
ingarinnar í reglubundnu eftirliti
greinst með Covid-19 og í fram-
haldinu voru allir sem að sýning-
unni koma, bæði leikhópurinn og
allir baksviðs, sendir í skimun. Öll
sýnin reyndust neikvæð, en vegna
reglna breskra stjórnvalda um ein-
angrun allra sem komist hafi í ná-
vígi við þann smitaða verður öllum
sýningum frestað til vikuloka.
Í yfirlýsingu frá Webber segir
að frestun sýninga hafi verið
þungbær þar sem ljóst sé að
ákvörðunin muni „hafa neikvæð
áhrif á lífsafkomu hundraða
manna og valda þúsundum leik-
húsgesta vonbrigðum“. Í frétt The
Guardian kemur fram að gremja
fari vaxandi í breska leikhúsheim-
inum sökum þess að engar bætur
eða aðstoð fæst frá hinu opinbera
ef starfsmaður leikhúss greinist
með Covid-19 með þeim afleið-
ingum að ekki sé hægt að sýna
dögum saman með tilheyrandi
tekjufalli. Bresk stjórnvöld hafa
boðað að frá og með 16. ágúst
þurfi starfsmenn leikhúsanna, sem
átt hafa samskipti við smitaða
manneskju, ekki að fara í ein-
angrun nema þeir greinist sjálfir
með veiruna. Öskubuska átti upp-
haflega að fara á svið í fyrrasum-
ar, en frestaðist um tíu mánuði
vegna heimsfaraldursins.
Öskubuska sett á ís vegna smits
Andrew Lloyd
Webber
Starfsmaður á Marina-ströndinni í Chennai á Indlandi leggur lokahönd á
uppsetningu styttu sem búin var til úr brotajárni. Rækjan volduga hefur
félagsskap af ógnvekjandi brotajárnshákarli sem einnig hefur verið komið
fyrir á ströndinni gestum og gangandi til ánægju og yndisauka.
Sjávarfang á ströndinni
AFP