Morgunblaðið - 22.07.2021, Síða 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021
Kíktu við!
Gott úrval
af gæðakjöti
á grillið
Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík
Opnunartími
8:00-16:30
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
„Við erum ánægð með hvað veðrið
tekur okkur opnum örmum á
Norðurlandi. Við erum að búa okkur
undir sæludaga hér,“ segir Pétur
Björnsson, fiðluleikari kammer-
sveitarinnar Elju, en blaðamaður
náði tali af honum á leið sinni norð-
ur á Akureyri þar sem hann mun
spila á sumartónleikum Elju.
Tónleikarnir á Akureyri verða
haldnir í Hofi í kvöld kl. 20, en
seinni tónleikar sveitarinnar verða í
Háteigskirkju í Reykjavík á laugar-
dag kl. 20. Að sögn Péturs er mikil
eftirvænting í hópnum eftir tónleik-
unum enda langt síðan hljómsveitin
kom saman til að spila. Hafði Elja
lagt af stað í tónleikaferðalag um
landið í fyrrasumar en varð að snúa
við eftir einungis eina tónleika
vegna nýrrar bylgju af kórónuveiru-
faraldrinum. „Fólk iðar í skinninu
að fá að spila. Það er líka alltaf gam-
an að fara út á land á sumrin,“ segir
Pétur.
Tvö frumflutt verk
Kammersveitin mun alls spila
fjögur verk en að sögn Péturs er
verkefnavalsnefnd innan sveitar-
innar sem sér um að velja þau verk
sem verða flutt á tónleikunum. Geta
allir í Elju sem hafa áhuga verið
með í þeirri nefnd. Hefur venjan
verið sú að blanda saman klassískri
sinfónískri tónlist við nýrri lög. Í ár
mun sveitin flytja verkin Dance
Preludes eftir Witold Lutoslawski
og sinfóníu nr. 1 eftir Sergej Proko-
fíev. Auk þess verða frumflutt tvö
verk sem eru sérsamin fyrir sveit-
ina. Annars vegar er það verk eftir
ungt íslenskt tónskáld, Hjalta Nor-
dal, og hins vegar verk eftir tón-
skáldið Elenu Postumi. Hún er
ítölsk en þekkir vel til á Íslandi að
sögn Péturs.
Gert er ráð fyrir að tónleikarnir
verði um klukkutíma langir en
vegna yfirstandandi heimsfaraldurs
var tekin ákvörðun um að ekkert hlé
yrði tekið milli verka.
Ný kynslóð hljóðfæraleikara
Kammersveitin Elja var stofnuð
árið 2017 og samanstendur af 30
hljóðfæraleikurum sem leika ýmist
á strengi, blásturshljóðfæri og slag-
verk. Hafa þeir einbeitt sér að tón-
listarflutningi af ólíkum toga en þeir
hafa víða komið fram sem einleik-
arar eða með hljómsveitum, og þá
bæði sem hljóðfæraleikarar eða við
hljómsveitarstjórn.
Spurður hvernig hugmyndin að
kammersveitinni hafi komið til segir
Pétur það venju á Íslandi að hver
kynslóð hljóðfæraleikara stofni
hljómsveit en Elja er samansafn af
ungu fólki á þrítugs- og fertugs-
aldri. Hafði hluti hópsins hist reglu-
lega til að spila saman áður en látið
var til skarar skríða og hljómsveit
stofnuð. Var þá meirihluti
hljóðfæraleikaranna staddur erlend-
is í námi og eru þar margir enn.
„Til að byrja með voru langflestir
í námi, bæði í Bandaríkjunum og
Evrópu. Það er alltaf þannig að við
erum úti um allt og það er mik-
ilvægt fyrir okkur að plana öll verk-
efnin með löngum fyrirvara til að ná
saman í sveit,“ segir Pétur.
Upphaflega sáu hljóðfæraleikar-
arnir sjálfir um allt skipulag en eftir
að framkvæmdastjóri var ráðinn
fyrir tæpum tveimur árum hefur
álagið á hljómsveitina minnkað
töluvert. Að sögn Péturs hefur nú
gengið ágætlega að smala hópnum
saman fyrir tónleikahaldið og
æfingarnar, sem hófust síðasta
laugardag, hafa gengið afar vel.
Elja Kammersveitin Elja hefur verið starfandi frá árinu 2017 og samanstendur hún af ungum hljóðfæraleikurum búsettum hérlendis og erlendis.
Elja leggur land undir fót
- Kammersveitin Elja heldur sumartónleika á Akureyri og í Reykjavík
- „Fólk iðar í skinninu að fá að spila,“ segir Pétur Björnsson fiðluleikari
Söng- og leikhópurinn Tónafljóð
býður upp á ævintýralega barna-
skemmtun í Hellisgerði í Hafnar-
firði í dag, fimmtudag, kl. 15. Hóp-
inn skipa þær Dagný Ásta
Guðbrandsdóttir, Elísa Hildur
Þórðardóttir, Hanna Einarsdóttir,
Rebekka Sif Stefánsdóttir og
Selma Hafsteinsdóttir. Á tónleik-
unum í dag munu þær flytja tón-
listarsyrpu úr þekktustu Disney-
teiknimyndunum. Sem dæmi verða
flutt lög úr Frozen, Konungi ljón-
anna, Aladdin, Toy story og
Vaiana.
„Söng- og leikhópurinn Tóna-
fljóð var stofnaður í janúar 2018
og byrjuðum við að æfa af krafti
og finna nýjar hugmyndir fyrir
tónlistarmarkaðinn á Íslandi. Við
byrjuðum að æfa klassískar perlur
og ætluðum að herja á þann mark-
að, en á einni æfingunni vorum við
að hita okkur upp og ákváðum að
syngja Disney-lög. Við sungum úr
okkur innyflin og fengum svoleiðis
útrás og gleði út úr því að syngja
þessi frábæru lög, enda allar mikl-
ir aðdáendur Disney-teiknimynd-
anna. Þá kviknaði sú hugmynd að
útfæra lögin í syrpu og gera hana
leikræna og skemmtilega fyrir
börnin. Við vorum ekki lengi að
útfæra syrpuna, velja lög, æfa
dansa og panta búninga. Ástríðan
var svo sannarlega til staðar og
gætum við ekki verið hamingju-
samari með atriðið, sem bæði börn
og fullorðnir hafa gaman að,“ seg-
ir í tilkynningu frá hópnum. Allar
nánari upplýsingar um hópinn má
finna á vefnum tonafljod.com.
Barnaskemmtun Tónafljóða í Hellisgerði
Tónafljóð Lög úr Disney-teiknimyndum eru
í uppáhaldi hjá söng- og tónlistarhópnum.
Ljóðapönk verður í hávegum á tónleikum hljómsveit-
arinnar Gertrude and the flowers í félagsheimilinu á
Suðureyri við Súgandafjörð annað kvöld kl. 21. Flytj-
endur eru Arndís Björg Sigurgeirsdóttir á trommur,
Guðbjörg Ottósdóttir á slagverk, Fríða Bonnie Andersen
á trompet og klarinett, Anna Jóhannsdóttir á bassa,
Herdís Eiríksdóttir á ukulelle, Margrét Óskarsdóttir á
hljómborð, Ólafía Hrönn Jónsdóttir á gítar og Ásdís Óla-
dóttir sem syngur. Frítt er inn á tónleikana og allir vel-
komnir á meðan húsrúm leyfir.
Gertrude með ljóðapönk á Suðureyri
Ólafía Hrönn
Jónsdóttir
Guðlaugur Bjarnason opnar sýn-
inguna Bleikur Keilir í Gallerí Göng-
um við Háteigskirkju í dag milli kl.
14 og 16. „Guðlaugur sýnir málverk
sem eru unnin að mestu frá sumrinu
2020 fram á daginn í dag. Rétt fyrir
páska 2020 fékk Guðlaugur heila-
blóðfall og lamaðist á vinstri hlið og
við það skertist sjónsvið hans tölu-
vert. Myndirnar sem hann sýnir eru
allar unnar í bataferli Guðlaugs,“
segir í tilkynningu.
Guðlaugur lauk námi við mynd-
höggvaradeild MHÍ 1988 og fór á
steinhöggvaranámskeið á Gotlandi í
Svíþjóð það sama ár. Hann tók þátt í
sumarakademíunni í Salzburg í
Austurríki 1989. Um haustið hélt
hann til Edinborgar í Sculptur
School og lauk Diploma of Fine Art
um vorið 1990. Síðar sama ár lá leið-
in til Þýskalands í Kunstakademie
Düsseldorf og 1993 útskrifaðist
hann svo sem Meisterschuler hjá
Magdalenu Jetelovu.
Keilir Eitt málverka Guðlaugs Bjarnasonar.
Bleikur Keilir í
Gallerí Göngum
Bræðslan fer
fram á Borgar-
firði eystra um
helgina og er
þegar uppselt á
hátíðina. Enn er
þó hægt að næla
sér í miða á svo-
kallaðan Fimmtu-
dagsforleik fyrir
Bræðslu í Fjarð-
arborg í kvöld kl. 20.30. „Stelpurnar
í SoKaRa, þær Ragnhildur, Karen
og Soffía, opna kvöldið, en síðan
taka við Pétur Örn, Einar Þór og
Magni and the Hafthors með sína
gríðarlega vinsælu óskalaga-
tónleika. Ekkert prógramm ákveðið
fyrir fram og salurinn ræður algjör-
lega förinni,“ segir í tilkynningu frá
skipuleggjendum.
Óskalagatónleikar
í Fjarðarborg
Magni Ásgeirsson