Þjóðmál - 01.09.2017, Side 5

Þjóðmál - 01.09.2017, Side 5
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 3 Ritstjórnarbréf Mýtan um kerfisbreytingar Einn helsti frasi stjórnmála síðustu ára hefur verið sá að nauðsynlegt sé að fara í kerfis­ breytingar. Þeir sem hafa sig hvað mest í frammi um slíkar breytingar eru þó í raun bara að boða sína eigin pólitísku hugsjón. Í sjálfu sér er ekkert rangt við það, en það þarf ekki að kalla það kerfisbreytingu. Engin ein stjórnmálaskoðun er það betri en önnur að hún réttlæti stórfellda kerfis breytingu, jafnvel breytingar sem ekki er hægt að draga til baka. Vinstristjórnin sem sat á árunum 2009-13 lagði af stað í heilmiklar kerfisbreytingar; sumar heppnuðust, aðrar ekki. Hún reyndi að koma Íslandi inn í Evrópusambandið og hún reyndi að umbylta kvótakerfinu og stjórnarskránni. Sem betur fer gekk ekkert af þessu eftir. Henni tókst hins vegar að gera yfir hundrað breytingar á skattkerfinu, sem ýmist fólu í sér hækkun skatta eða upptöku nýrra skatta. Það má með vissum hætti kalla það kerfisbreytingu. Á síðustu árum hafa sprottið upp stjórnmála- flokkar sem hafa talað sig hása um kerfis­ breytingar. Þessi flokkar hafa t.a.m. haldið þeirri mýtu á lofti að hér sé nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni – og miða þá við tillögur hins svokallaða stjórnlagaráðs sem skipað var eftir að kosning í slíkt ráð hafði verið ógilt af Hæstarétti. Þeir stjórnsýslu- fræðingar sem RÚV leitar svo oft til, þegar það hentar, höfðu lítið út á þetta að setja. Einhver þarf að segja stopp við mestu vitleysunni í þeim sem sífellt tala í frösum um kerfisbreytingar en þora ekki að taka á alvöru málum.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.