Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 6
4 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017
Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður
Pírata (en kandídat á ráðherralista þeirra),
gekk svo langt um daginn að halda því fram
að nauðsynlegt væri að fara í breytingar á
stjórnarskránni til að halda Sjálfstæðis flokkn-
um frá völdum til lengri tíma. Það er, sem
betur fer, ekki víst að Íslendingar vilji til lengri
tíma stjórnarskrá sem stöðvar lýðræðislegt
ferli sem felur í sér að flokkar sækja umboð
sitt til kjósenda. Það er aldrei svo að allir séu
sáttir við niðurstöðu kosninga, en að ætla sér
að breyta stjórnarskrá landsins vegna þeirrar
óánægju er ekki bara barnalegt – það er
beinlínis ógeðfellt. Og það er full ástæða til
að berjast gegn slíku viðhorfi af fullri hörku.
Nú er rétt að taka fram að stjórnarskráin er
ekki heilagt plagg og henni má vel breyta.
Reyndar hefur henni verið breytt sjö
sinnum frá lýðveldisstofnun og í þeim lotum
hefur meira en helmingur ákveða hennar
tekið breytingum. Og það sem meira er,
sögulega séð hefur enginn flokkur jafn oft
haft forgöngu um raunverulegar breytingar á
stjórnarskránni en Sjálfstæðisflokkurinn.
***
Það að boða kerfisbreytingar er líka ákveðin
afsökun fyrir aðgerðarleysi. Píratar hafa sem
dæmi ítrekað borið fyrir tíma- og þekkingar-
leysi til að forðast það að taka afstöðu í
málum. Alltaf geta þeir rætt um nauðsyn-
legar breytingar á stjórnarskrá en í nær öllum
öðrum tilvikum eru þeir ófærir um að taka
ákvarðanir eða kynna sér mál til hlítar.
Viðreisn hefur orðið uppvís að því sama, en
þó undir öðrum formerkjum. Þingmenn og
ráðherrar flokksins nota ítrekað frasa eins
frjálslyndi og kerfisbreytingar til að kasta ryki í
augu almennings. Eina kerfisbreytingin sem
þeim tókst að koma í gegn voru óskilvirk lög
um jafnlaunavottun, þrátt fyrir að fjölmörg
fyrirtæki hefðu nú þegar fengið jafnlauna-
vottun frá öðrum aðilum en ríkinu.
Sitjandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
hefur ósjaldan talað um mikilvægi þess að
fara í kerfisbreytingar, þá sérstaklega þegar
þörf er fyrir aðgerðir. Þegar sjómannaverk-
fallið stóð sem hæst talaði ráðherrann um
mikilvægi þess að breyta kerfinu. Þegar vandi
sauðfjárbænda varð öllum ljós varð ráðherra
tíðrætt um að það þyrfti að breyta kerfinu. Að
sjálfsögðu voru ekki gerðar neinar breytingar
og svo virðist sem þetta hafi verið einhvers
konar afsökun fyrir aðgerðarleysi. Nútíma-
stjórnmál gefa færi á því að fela aðgerðarleysi
í tali um kerfisbreytingar.
***
Þess má geta að á kjörtímabili síðustu
ríkisstjórnar (2013-2016) var farið í heilmiklar
kerfisbreytingar. Þeirra stærst var hin svo-
kallaða leiðrétting (sama hvað mönnum kann
að finnast um hana), búið var til kerfi þar sem
einstaklingar gátu nýtt séreignarsparnað til
að greiða inn á húsnæðislán og flýta þannig
töluvert fyrir eignarmyndun, farið var í afnám
vörugjalda og tolla, ríkisstofnunum var
fækkað (t.a.m. var lögreglu- og sýslumanns-
embættum fækkað) og þannig mætti áfram
telja. Það hefði mátt ganga lengra á þessum
árum, lækka skatta enn frekar, hagræða
meira í rekstri ríkisins o.s.frv., en það er ekki
hægt að halda því fram að ekki hafi verið
farið í neinar kerfisbreytingar. Þess má geta
að enginn af þeim flokkum sem tala hæst um
kerfisbreytingar í dag hefur það að markmiði
að lækka skatta, fækka ríkisstofnunum eða
bæta hag almennings með öðrum hætti. Allt
tal um kerfisbreytingar er á popúlískum nótum
og snýr að því að festa stjórnmálaskoðanir
þeirra sem um þær hafa hæst í sessi. Það má
aldrei gerast.
***