Þjóðmál - 01.09.2017, Side 8
6 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017
AF VETTVANGI STJÓRNMÁLANNA
Alþingi kom saman þriðjudaginn 12. september
og miðvikudaginn 13. september flutti Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra stefnuræðu
sína. Af því tilefni var rætt við Ólaf Þ. Harðar-
son, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla
Íslands, í ríkisútvarpinu. Hann sagði að
ríkisstjórnin sigldi tiltölulega lygnan sjó
og byggi við hagstætt efnahagsástand og
orðrétt:
„Helsta áhyggjuefni [stjórnarflokkanna] er
kannski helst að maður hefur séð að það
hefur verið dálítill pirringur milli flokkanna
og meirihlutinn er nú bara 32 sæti. Það
gæti hugsanlega valdið stjórninni ein-
hverjum erfiðleikum, en ég held nú að
líkurnar á því að hún lifi að minnsta kosti
eitthvað áfram séu meiri heldur en minni.“
Um stjórnarandstöðuna sagði Ólafur Þ.
Harðarson:
„Hún er náttúrulega stjórnarandstaða og
hún er mjög hefðbundin stjórnarandstaða,
hún leggur megináherslu á að það sé ekki
nægilega mikið gert við að auka þjónustu
ríkisins, til dæmis í heilbrigðiskerfinu,
menntakerfinu og þar fram eftir götunum,
það er allt saman frekar hefðbundið. Eins
og venjulega vill stjórnin frekar vera á
bremsunni en stjórnarandstaðan vill nú
gjarnan spýta betur í.”
Björn Bjarnason
Smáflokkar í hræðslukasti
– stóra línan gleymist
Þeir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, voru mjög samstíga í
ríkisstjórnarviðræðum eftir kosningarnar í október í fyrra og allt þangað til að ríkisstjórn var mynduð í janúar á þessu ári.