Þjóðmál - 01.09.2017, Síða 12
10 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017
IV.
Þegar þetta lá fyrir varð mikið uppnám í
fjölmiðlum og meðal stjórnmálamanna.
Boðað var til óformlegs stjórnarfundar í
Bjartri framtíð á heimili flokksformannsins,
Óttars Proppé, að kvöldi fimmtudags
14. september. Um 50 manns sóttu þennan
fund að sögn forráðamanna flokksins við
Morgunblaðið (laugardag 16. september).
Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður
Bjartrar framtíðar, sagði að eindregin afstaða
hefði komið fram í máli fundarmanna.
Í Morgunblaðinu sagði Guðlaug:
„Fundirnir okkar eru þannig að fólk situr
saman í hring og svo er gengið á hringinn
og fólk talar í mínútu eða eina og hálfa.
Það var gert og tók einn og hálfan tíma.
Fólki fannst mikilvægt að fá skýra afstöðu
stjórnarinnar fljótt og vel.
Því ákváðum við í framkvæmdastjórninni,
sem var öll á staðnum, að hafa rafræna
kosningu. Niðurstaðan var afgerandi og
87% af þeim sem tóku afstöðu vildu slíta
stjórnarsamstarfinu.
Þetta er sá háttur sem við höfum haft á
við atkvæðagreiðslur. Þetta er fjölbreyttur
hópur sem dreifður er úti um allt og
mikilvægt að allir getið tekið þátt í
atkvæðagreiðslum.“
Þarna voru örlög ríkisstjórnarinnar ráðin.
Föstudaginn 15. september komu þingflokkar
stjórnmálaflokkanna saman og varð ljóst að
þeir töldu eðlilegast, allir nema Píratar, að
þing yrði rofið og gengið til kosninga.
V.
Bjarni Benediktsson sagði ekkert opinber-
lega um afstöðu sína fyrr en á blaðamanna-
fundi í Valhöll klukkan 16.30 föstudaginn 15.
septem ber þar sem hann gerði grein fyrir
gangi mála frá sínum sjónarhóli. Hann sagði
(reist á frásögn Morgunblaðsins
laugardaginn 16. september):
„Þegar ég stóð í þessum sporum [að
dómsmálaráðherra hafði skýrt honum frá
bréfi föður hans] var mér sem sagt mest
umhugað um að þetta mál fengi enga
sérmeðferð og þyrfti að lúta sömu lögum
og reglum og öll önnur sambærileg mál.
Ég hef aldrei á nokkrum tímapunkti beitt
mér fyrir því að málinu yrði stungið undir
stól, að því yrði haldið frá mönnum eða
með einhverjum hætti yrði reynt að hylma
yfir málsmeðferðina. En það er nú að miklu
leyti það sem umræða vikunnar hefur jú
snúist um.
Mér varð það síðan ljóst fyrir nokkrum
dögum, vegna þess að fjölmiðlar höfðu
lagt fram fyrirspurnir sem gáfu til kynna
að þeir hefðu þá þegar upplýsingar um
„Því ákváðum við í framkvæmda-
stjórninni, sem var öll á staðnum, að
hafa rafræna kosningu. Niðurstaðan
var afgerandi og 87% af þeim sem
tóku afstöðu vildu slíta
stjórnarsamstarfinu.”
Guðlaug Kristjánsdóttir,
stjórnarformaður Bjartrar framtíðar