Þjóðmál - 01.09.2017, Síða 13

Þjóðmál - 01.09.2017, Síða 13
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 11 þetta viðkomandi umsagnarbréf föður míns, ...að það stefndi í opinbera um- fjöllun um það mál, alveg óháð niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Á þeim tímapunkti tók ég ákvörðun um að greina formönnum hinna stjórnarflokkanna beggja frá því að þess mætti vænta að málið kæmi fram í opinbera umræðu. Og ég lét þess um leið getið að þarna væri um að ræða mál sem mér hefði verið ókunnugt um meðan það var til málsmeðferðar... Þetta gaf ekki tilefni til mikillar umræðu milli mín og formanna hinna stjórnarflokkanna á þeim fundi sem við sátum á. Það kom mér þess vegna algerlega í opna skjöldu þegar ég fékk þau tíðindi í gær [fimmtudaginn 14. september] að menn segðu að þeir vildu ganga út úr stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn vegna alvarlegs trúnaðarbrests sem hefði orðið í þessu máli. Þau rök finnst mér ekki standast neina skoðun. Í fyrsta lagi bendi ég á að mér var að lögum óheimilt að deila upplýsingum um þetta mál. Í öðru lagi greip ég fyrsta tækifæri sem ég hafði til þess að deila með samstarfsmönnum mínum upplýsingunum, sem þóttu jú þetta viðkvæmar. Og í þriðja lagi finnst mér... þegar menn eru að velta fyrir sér hvort hér sé eitthvert óhreint mjöl í pokahorninu hvað varðar mína aðkomu að málinu, eða stjórn- sýslulega meðferð málsins, að þá hljóti að ráða úrslitum hvort málið hafi fengið sérmeðferð eða hvort maður hafi með einhverjum hætti haft puttana í málinu. Það hefði ég haldið að væri kjarni máls. En ekkert af þessu átti við.“ VI. Bjarni Benediktsson gekk á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á Bessastöðum laugardaginn 16. september. Eftir fundinn sendi forseti frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Fyrr í morgun gekk forsætisráðherra á fund minn vegna þeirra tíðinda að ráðuneyti hans nýtur ekki lengur meir ihlutastuðnings á Alþingi. Forsætisráðherra baðst því lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ég samþykkti þá lausnarbeiðni en fól forsætisráðherra og ráðuneytinu að sitja áfram uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í samræmi við stjórnskipun landsins. Á fundi okkar ræddum við einnig þá eindregnu ósk allra þingflokka að þing verði rofið og gengið til kosninga innan fárra vikna. Eftir hádegi mun ég kalla leiðtoga annarra stjórnmálaflokka á Alþingi á minn fund og fá staðfest sjónarmið þeirra um þingrof og kosningar. Að því loknu má vænta frekari tíðinda í þeim efnum. Eftir helgi mun forsætisráðherra ganga á minn fund á ný.“ Forseti Íslands kannaði í samtölum við leið- toga stjórnmálaflokkanna hvort vilji væri til að mynda annars konar ríkisstjórn en þá sem sat og splundraðist. Alþingi kom saman til fundar mánudaginn 18. september og var eitt mál á dagskrá, tilkynning forsætisráðherra um þingrof og alþingiskosningar Bjarni Benediktsson sagði: Forseti Íslands hefur ritað svofellt bréf: „Forseti Íslands gjörir kunnugt, samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með vísan til 24. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, eins og henni var breytt með 5. gr. stjórnar- skipunarlaga, nr. 56/1991, samanber 21. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, er ákveðið að þing verði rofið 28. október 2017 og að almennar kosningar til Alþingis fari fram sama dag. [...] Virðulegi forseti. Við þekkjum öll aðdrag- anda þess að ég hef í dag lagt fyrir forseta það bréf sem ég hef hér lesið upp, en það formsatriði er hér með uppfyllt að bréfið sé tilkynnt á Alþingi til að það taki þar með gildi.“ Innan við viku eftir að Ólafur Þ. Harðarson spáði því að í hönd færi frekar tíðindalítill stjórnmálavetur var ríkisstjórnin sprungin, þing hafði verið rofið og boðað var til nýrra kosninga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.