Þjóðmál - 01.09.2017, Page 16

Þjóðmál - 01.09.2017, Page 16
14 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Sigurður Hannesson Eflum samkeppnishæfni Íslands með heildstæðri stefnumörkun Atvinnulíf Stefnumótun er mikilvægasta verkefni stjórn- valda hverju sinni. Með skýrri sýn og eftir- fylgni má vinna að raunverulegum umbótum og leggja grunn að betri framtíð. Með því að nálgast málin á heildstæðan hátt má ná enn meiri árangri en með því að líta eingöngu til afmarkaðra þátta. Hér á landi eru ýmis dæmi um þetta, svo sem losun fjármagnshafta og efnahagsleg endurreisn þar sem tekið var heildstætt á málum. Árangur þessa hefur vakið eftirtekt víða um heim. Algengara er þó að móta stefnu í hverjum málaflokki fyrir sig án þess að horfa til þess hvernig stefna í einum málaflokki getur stutt við markmið í öðrum málaflokki. Fjölbreytt atvinnulíf er eftirsóknarvert því þar með geta ólíkir hæfileikar notið sín. Fábreytt atvinnulíf gerir hagkerfið viðkvæmara en ella, eins og við Íslendingar þekkjum mæta vel í gegnum söguna, þar sem uppgangur einnar greinar hefur leitt hagsveiflu sem síðan endar með búsifjum og tilheyrandi samdrætti.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.