Þjóðmál - 01.09.2017, Page 18

Þjóðmál - 01.09.2017, Page 18
16 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Fljótlega myndaðist klasi fyrirtækja í atvinnu- greinum tengdum kvikmyndagerð og eru þar nú hundruð stórra jafnt og smárra fyrirtækja sem skapa fjölmörg störf. Með markvissum hætti var byggð upp sérþekking á svæðinu. Viðamesta framlag breska ríkisins til verkefni- sins felst í uppbyggingu innviða, meðal annars til að gera svæðið að einu atvinnu- svæði. Þar er bæði horft til samgangna innan sem og til svæðisins og einnig til gagna- tenginga. Talsverðan tíma tekur að ferðast milli staða innan svæðisins og helgast það af gömlum innviðum; bæði vegum og lestar- samgöngum. Með uppbyggingu þessara innviða styttist ferðatími á milli staða. Lykil- atriðið er að þar með verður svæðið eitt atvinnusvæði þar sem fólk getur búið á einum stað en unnið á öðrum. Vinnu- markaðurinn verður skilvirkari fyrir vikið og hæfileikar fólks nýtast betur. Eins er hafin uppbygging á hraðlest milli London og Man- chester. Sú uppbygging er langtímaverkefni sem tekur um 20 ár. Ferðatími milli borganna tveggja verður rúm klukkustund í stað rúm- lega tveggja klukkustunda nú. Fyrirtæki geta þannig verið með starfsemi á Norður-Englandi án þess að fjarlægð til höfuðborgarinnar sé mikil hindrun. Á fyrrnefndu svæði eru 20 háskólar, þar af eru fjórir af hundrað bestu háskólum heims. Tugþúsundir nemenda stunda þar nám á hverju ári. Markmið stjórnvalda er að sem flestir nemanna geti hugsað sér að búa og starfa á svæðinu að námi loknu. Lögð er áhersla á að efla rannsóknir og þróun með því að styrkja verkefni og setja á laggirnar stofnanir um afmörkuð rannsóknarefni. Þá er fjármagni beint í minni fyrirtæki. Eins er sérstakt átak í því að fjölga iðnmenntuðum á svæðinu. Ekki má gleyma því að allt snýst þetta um fólk og svæðið þarf því að vera aðlaðandi fyrir íbúana. Þess vegna er lögð áhersla á menningu og að gera umhverfið heillandi. Ný leikhús og söfn hafa verið sett á lagg- irnar og svæði til útivistar byggð upp til að þola frekari umferð fólks. Þá er bygging íbúðarhúsnæðis mikilvægur liður í upp- byggingunni og fjárfestingartækifærum er sérstaklega beint til erlendra fjárfesta. Fyrirtæki eru jákvæð í garð stefnunnar og hafa hug á því að setja upp starfsemi á svæðinu enda er margt sem mælir með því. Húsnæði er ódýrara og það er ódýrara að lifa. Í verkefni sem þessu þarf að koma til samvinna hins opinbera og einkaaðila. Hið opinbera markar stefnuna sem fólkið tekur þátt í að koma í framkvæmd. Hér er um að ræða skýrt dæmi þess að hægt er að ná meiri árangri ef stefnan er heildstæð og tekur til margra þátta í stað þess að einblína á afmarkaða hluta. Annað dæmi frá Bretlandi er stefna um atvinnuuppbyggingu sem nú er í mótun í ljósi Brexit. Þetta er sannarlega verðugt viðfangsefni og komin eru fram drög að stefnunni nú þegar. Stefnan er heildstæð og byggir á eftirfarandi tíu stoðum: - vísindi, rannsóknir og þróun - uppbygging innviða - einföldun regluverks - framboð raforku - stutt við vöxt og viðgang atvinnulífs um land allt - menntamál og færnimisræmi - nýsköpun - alþjóðleg viðskipti, bæði inn- og útflutningur - byggt á styrkleikum einstakra atvinnugreina - stofnanir staðsettar þar sem þeirra er þörf en ekki eingöngu á höfuðborgarsvæðinu Atvinnustefna sem sett er fram á heild- stæðan hátt styður við flestar atvinnugreinar, menntakerfi og vísindi. Fjölbreytt atvinnulíf er eftirsóknarvert því þannig geta ólíkir hæfileikar notið sín.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.