Þjóðmál - 01.09.2017, Page 19

Þjóðmál - 01.09.2017, Page 19
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 17 Hægt að ná meiri og skjótari árangri Undanfarið höfum við séð dæmi um nokkuð skýra stefnumörkun stjórnvalda hér á landi. Til að mynda á að freista þess að færa bíla- flota landsmanna yfir í nýjan orkugjafa til að minnka mengun. Með því að draga úr álögum á rafmagnsbíla og auka álögur á bensín- og dísilbíla er hægt að hafa áhrif á hversu hröð þessi yfirfærsla verður. Stefnan er skýr, þar sem lokamarkmiðið er að draga verulega úr mengun. Sama má segja um nokkuð skýra stefnu í nýsköpunarmálum, en í nýsköpunarlögunum sem samþykkt voru á síðasta ári koma fram ýmsar leiðir til að bæta starfsumhverfi sprotafyrirtækja. Með auknum fjármunum til stuðnings við rannsóknar- og þróunarstarf íslenskra fyrirtækja eru lagðar skýrar línur um í hvaða átt skal stefna. En betur má ef duga skal. Stjórnvöld gætu stigið enn fastar til jarðar og sett nýsköpunar- stefnu fram með skýrari hætti þar sem horft væri til margra þátta. Með markvissum aðgerðum væri hægt að gera Ísland eftir- sóknarvert meðal frumkvöðla og nýsköpunar- fyrirtækja sem sjá ávinning í því að byggja hér upp starfsemi enda er það ein meginforsenda framtíðarvaxtar. Stjórnvöld hafa alla möguleika á að setja fram skýra stefnu með mælanlegum mark- miðum á mörgum sviðum. Það gerist of oft að horft er til afmarkaðra þátta í stað þess að horfa á hlutina í samhengi. Ef stjórnvöld tækju tillit til fleiri þátta þegar mótuð er stefna til framtíðar væri hægt að ná betri og hraðvirkari árangri. Atvinnuuppbyggingin þarf að taka mið af menntun og færnimisræmi, nýsköpun, innviðum og starfsumhverfi. Hver þessara fjögurra þátta stendur ekki einn og sér heldur þarf að horfa til þeirra allra í samhengi. Starfsumhverfið þarf að einkennast af einföldu regluverki og gagnsæi auk þess sem stöðugleiki þarf að ríkja við hagstjórn. Stöðug nýsköpun er nauðsynleg allri framþróun og forsenda vaxtar. Allt eru þetta atriði sem leika mikilvæg hlutverk í því að skapa umgjörð fyrir bætta samkeppnishæfni Íslands.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.