Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 19

Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 19
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 17 Hægt að ná meiri og skjótari árangri Undanfarið höfum við séð dæmi um nokkuð skýra stefnumörkun stjórnvalda hér á landi. Til að mynda á að freista þess að færa bíla- flota landsmanna yfir í nýjan orkugjafa til að minnka mengun. Með því að draga úr álögum á rafmagnsbíla og auka álögur á bensín- og dísilbíla er hægt að hafa áhrif á hversu hröð þessi yfirfærsla verður. Stefnan er skýr, þar sem lokamarkmiðið er að draga verulega úr mengun. Sama má segja um nokkuð skýra stefnu í nýsköpunarmálum, en í nýsköpunarlögunum sem samþykkt voru á síðasta ári koma fram ýmsar leiðir til að bæta starfsumhverfi sprotafyrirtækja. Með auknum fjármunum til stuðnings við rannsóknar- og þróunarstarf íslenskra fyrirtækja eru lagðar skýrar línur um í hvaða átt skal stefna. En betur má ef duga skal. Stjórnvöld gætu stigið enn fastar til jarðar og sett nýsköpunar- stefnu fram með skýrari hætti þar sem horft væri til margra þátta. Með markvissum aðgerðum væri hægt að gera Ísland eftir- sóknarvert meðal frumkvöðla og nýsköpunar- fyrirtækja sem sjá ávinning í því að byggja hér upp starfsemi enda er það ein meginforsenda framtíðarvaxtar. Stjórnvöld hafa alla möguleika á að setja fram skýra stefnu með mælanlegum mark- miðum á mörgum sviðum. Það gerist of oft að horft er til afmarkaðra þátta í stað þess að horfa á hlutina í samhengi. Ef stjórnvöld tækju tillit til fleiri þátta þegar mótuð er stefna til framtíðar væri hægt að ná betri og hraðvirkari árangri. Atvinnuuppbyggingin þarf að taka mið af menntun og færnimisræmi, nýsköpun, innviðum og starfsumhverfi. Hver þessara fjögurra þátta stendur ekki einn og sér heldur þarf að horfa til þeirra allra í samhengi. Starfsumhverfið þarf að einkennast af einföldu regluverki og gagnsæi auk þess sem stöðugleiki þarf að ríkja við hagstjórn. Stöðug nýsköpun er nauðsynleg allri framþróun og forsenda vaxtar. Allt eru þetta atriði sem leika mikilvæg hlutverk í því að skapa umgjörð fyrir bætta samkeppnishæfni Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.