Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 20

Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 20
18 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Skortur á stefnumörkun hamlar uppbyggingu Ísland hefur mikla möguleika þegar kemur að því að laða til sín starfsemi alþjóðlegra gagnavera, en búist er við að á næstu árum muni þörfin fyrir þjónustu þeirra margfaldast. Kostir Íslands sem taldir eru upp í þessu sam- hengi eru fjölmargir; sem dæmi er aðgengi að raforku og vatni gott auk þess sem veður- skilyrðin þykja hagfelld rekstri gagnavera þar sem hægt er að tryggja kælingu allan ársins hring. Skilyrðin eru til staðar og Ísland gæti staðið framarlega þegar kemur að samkeppnis- hæfni í alþjóðlegum gagnaveraiðnaði. En það sem upp á vantar er skýr stefnumörkun stjórnvalda og framtíðarsýn fyrir þennan iðnað. Starfshópur á vegum ráðuneytanna vinnur nú að slíkri stefnumótun og eru miklar vonir bundnar við störf þess hóps. Við sjáum dæmi þess í nágrannaríkjum okkar að þar sem lögð hefur verið fram skýr stefna um uppbyggingu gagnavera hefur það skilað árangri. Nægir að nefna Svíþjóð og Írland í þessu samhengi. Í Svíþjóð hefur meðal annars verið unnið að einföldun innviða og breytingu á sköttum til að greiða fyrir komu alþjóðlegra gagnavera til landsins, með góðum árangri. Á Írlandi hefur á skömmum tíma tekist að búa til eftirsóknarverðan áfangastað fyrir stór alþjóðleg gagnaver til að koma upp starfsstöðvum. Þátttaka hins opin- bera í stefnumörkun gagnaveraiðnaðarins var lykilatriði í að þessi lönd næðu þeim árangri sem þau hafa náð í uppbyggingu og vexti þessa iðnaðar á undanförnum árum. Höfum bein áhrif á framtíðina Með heildstæðri stefnumörkun má nýta hverja krónu á markvissari hátt. Það þarf ekki endilega að fjölga krónunum heldur leiðir skýr stefnumörkun til þess að hver króna er betur nýtt. Skýrsla McKinsey um íslenska heil- brigðiskerfið sem kom út haustið 2016 sýnir þetta vel, en þar er dregið fram að skortur á skýrri stefnumörkun kosti stórfé á ári hverju. Annað dæmi sem má nefna er að stjórn- völd eru með samgönguáætlun, áætlun um uppbyggingu í fjarskiptum, m.a. í gegnum verkefnið Ísland ljóstengt, og raforkustefnu. Hins vegar er ekki til heildstæð áætlun um uppbyggingu innviða á Íslandi. Þar sem við viljum hafa fjölbreytt atvinnulíf um allt land þarf að leggja skýrar línur svo að stefnt sé að sama markinu. Atvinnu- uppbyggingin þarf að taka mið af menntun og færnimisræmi, nýsköpun, innviðum og starfsumhverfi. Hver þessara fjögurra þátta stendur ekki einn og sér heldur þarf að horfa til þeirra allra í samhengi. Byggja þarf á þeim styrkleikum sem fyrir eru til að skapa tækifæri fyrir fólk og þá ekki eingöngu fyrir fólkið á höfuðborgarsvæðinu heldur um allt land. Þessu til viðbótar þarf efnahagslegan stöðugleika. Sé þetta uppfyllt mun Ísland standa framar í samkeppni þjóða og hér mun atvinnulíf dafna enn frekar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ekki má gleyma því að allt snýst þetta um fólk og svæðið þarf því að vera aðlaðandi fyrir íbúana. Þess vegna er lögð áhersla á menningu og að gera umhverfið heillandi. Ný leikhús og söfn hafa verið sett á laggirnar og svæði til útivistar byggð upp til að þola frekari umferð fólks. 6 ISBN 978-9935-486-38-7 Með lífið að veði Leið norðurkóreskrar stúlku til frelsis Með lífið að veði M eð lífið að veði YEO N M I PA R K Leið norðurkóreskrar stúlku til frelsis YEONMI PARK Þrátt fyrir ungan aldur hefur Yeonmi Park frá Norður-Kóreu upplifað miklar mannraunir. Árið 2007, þá 13 ára, flýði hún grimmilegar aðstæður heima fyrir ásamt móður sinni til Kína. Þar lentu þær í klóm mansalshrings sem hneppti þær í þrældóm. Um síðir tókst þeim á æsilegan hátt að flýja til Suður-Kóreu. Með lífið að veði er bók sem hefur vakið mikla athygli. Þessar mögnuðu endurminningar, sem nú hafa verið gefnar út í tugum landa, varpa ljósi á myrkustu kima Norður-Kóreu. En þetta er þó einkum sag staðfestu og hugrekk s ungrar konu sem lagði líf sitt að veði til að öðlast frelsi. Ótrúleg saga sem er í senn spennandi eins og bestu reyfarar og áminning um hve mikils virði frelsið er. Yeonmi Park er nú einn þekktasti og um leið einn harðasti gagn- rýnandi ógnarstjórnarinnar í Norður-Kóreu. Vitnisburður hennar er fágætur, upplý andi og afar mikilvægur. Með lífið að veði er fræðandi og um leið ótrúleg saga ungrar konu sem neitaði að gefast upp. Yr hundrað milljónir manna hafa horft á myndbönd með Yeonmi Park á netinu þar sem hún segir sína ótrúlegu sögu. Skyldulesning! „Skyldulesning fyrir alla sem unna frelsi og mannlegri reisn.“ Jón Steinar Gunnlaugsson Mest selda bók ársins 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.