Þjóðmál - 01.09.2017, Page 25

Þjóðmál - 01.09.2017, Page 25
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 23 Fjárfest erlendis og fé nýtt til uppbyggingar innviða samfélagsins Íslenski Stöðugleikasjóðurinn myndi fjárfesta til lengri tíma og fara að fordæmi Norska olíusjóðsins, sem fjárfestir í erlendum skulda- bréfum, hlutabréfum og fasteignum. Það gefur betri raun en að fjárfesta í ríkisvíxlum erlendra ríkja sem bera litla sem enga vexti nú um stundir. Lykilatriði er að sjóðurinn fjárfesti eingöngu í erlendum eignum til að dreifa áhættunni frá íslensku hagkerfi. Skýr umgjörð þarf að vera um Stöðugleika- sjóðinn því að freistnivandinn getur verið mikill, þegar kallað er á fjárveitingar í samfélaginu og nóg er til í stórum sjóði. Sjóðurinn gæti fjármagnað uppbyggingu innviða samfélagsins sem styðja við frekari vöxt. Hins vegar er ljóst að slíkur Stöðuglei- kasjóður yrði ekki ætlaður til að styðja við bankakerfið þegar illa árar né heldur má nýta sjóðinn til verkefna á vegum ríkissjóðs, nema eftir ströngum reglum sem öllum væru ljósar fyrir fram og við vel skilgreindar aðstæður. Í Noregi má nýta að hámarki 4% af verðmæti olíusjóðsins í fjárlög, en aðeins ef raun- ávöxtun stendur undir því, þar sem ekki má ganga á höfuðstólinn. Með vísan í þessa reglu voru um 180 milljarðar norskra króna færðir úr sjóðnum í fjárlögin á síðasta ári til að vega á móti erfiðleikum í olíuiðnaðinum. Á nákvæmlega sama hátt geta Íslendingar notað sinn stöðugleikasjóð sem sveiflujöfnunar- tæki og öryggispúða fyrir efnahagslífið. Næstu skref Fjölmargar áskoranir blasa við íslensku hagkerfi um þessi misseri. Kjarasamningar eru lausir eða losna á næstu mánuðum, mikill órói hefur verið í íslenskum stjórnmálum og uppbygging greiðslujafnaðar þjóðarbúsins hefur tekið miklum breytingum sökum vaxtar ferðaþjónustu og gjaldeyrisinnstreymis vegna þessa. Endurskoðun á peninga- stefnunni stendur líka yfir og er eitt stærsta viðfangsefni íslenskra hagstjórnar um þessar mundir. Ljóst er að styrkja þarf umgjörð íslenska hagkerfisins enn frekar. Stefnumótandi aðilar verða að huga að leiðum sem draga úr sveiflum og er stofnun Stöðugleikasjóðs Íslands einn mikilvægur áfangi í þeirri vegferð. Þau ríki sem hafa lagt í stofnun þjóðarsjóða hafa aukið sparnað og búið í haginn fyrir framtíðina og aukið hagsæld sinna ríkja. Þannig náum við enn meiri árangri og vinnum að bættri framtíð Íslands. Höfundur er alþingismaður og varaformaður Framsóknarflokksins. Ljóst er að styrkja þarf umgjörð íslenska hagkerfisins enn frekar. Stefnumótandi aðilar verða að huga að leiðum sem draga úr sveiflum og stofnun Stöðugleikasjóðs Íslands er einn mikilvægur áfangi í þeirri vegferð. Þau ríki sem hafa lagt í stofnun þjóðarsjóða hafa aukið sparnað og búið í haginn fyrir framtíðina og aukið hagsæld sinna ríkja.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.