Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 25

Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 25
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 23 Fjárfest erlendis og fé nýtt til uppbyggingar innviða samfélagsins Íslenski Stöðugleikasjóðurinn myndi fjárfesta til lengri tíma og fara að fordæmi Norska olíusjóðsins, sem fjárfestir í erlendum skulda- bréfum, hlutabréfum og fasteignum. Það gefur betri raun en að fjárfesta í ríkisvíxlum erlendra ríkja sem bera litla sem enga vexti nú um stundir. Lykilatriði er að sjóðurinn fjárfesti eingöngu í erlendum eignum til að dreifa áhættunni frá íslensku hagkerfi. Skýr umgjörð þarf að vera um Stöðugleika- sjóðinn því að freistnivandinn getur verið mikill, þegar kallað er á fjárveitingar í samfélaginu og nóg er til í stórum sjóði. Sjóðurinn gæti fjármagnað uppbyggingu innviða samfélagsins sem styðja við frekari vöxt. Hins vegar er ljóst að slíkur Stöðuglei- kasjóður yrði ekki ætlaður til að styðja við bankakerfið þegar illa árar né heldur má nýta sjóðinn til verkefna á vegum ríkissjóðs, nema eftir ströngum reglum sem öllum væru ljósar fyrir fram og við vel skilgreindar aðstæður. Í Noregi má nýta að hámarki 4% af verðmæti olíusjóðsins í fjárlög, en aðeins ef raun- ávöxtun stendur undir því, þar sem ekki má ganga á höfuðstólinn. Með vísan í þessa reglu voru um 180 milljarðar norskra króna færðir úr sjóðnum í fjárlögin á síðasta ári til að vega á móti erfiðleikum í olíuiðnaðinum. Á nákvæmlega sama hátt geta Íslendingar notað sinn stöðugleikasjóð sem sveiflujöfnunar- tæki og öryggispúða fyrir efnahagslífið. Næstu skref Fjölmargar áskoranir blasa við íslensku hagkerfi um þessi misseri. Kjarasamningar eru lausir eða losna á næstu mánuðum, mikill órói hefur verið í íslenskum stjórnmálum og uppbygging greiðslujafnaðar þjóðarbúsins hefur tekið miklum breytingum sökum vaxtar ferðaþjónustu og gjaldeyrisinnstreymis vegna þessa. Endurskoðun á peninga- stefnunni stendur líka yfir og er eitt stærsta viðfangsefni íslenskra hagstjórnar um þessar mundir. Ljóst er að styrkja þarf umgjörð íslenska hagkerfisins enn frekar. Stefnumótandi aðilar verða að huga að leiðum sem draga úr sveiflum og er stofnun Stöðugleikasjóðs Íslands einn mikilvægur áfangi í þeirri vegferð. Þau ríki sem hafa lagt í stofnun þjóðarsjóða hafa aukið sparnað og búið í haginn fyrir framtíðina og aukið hagsæld sinna ríkja. Þannig náum við enn meiri árangri og vinnum að bættri framtíð Íslands. Höfundur er alþingismaður og varaformaður Framsóknarflokksins. Ljóst er að styrkja þarf umgjörð íslenska hagkerfisins enn frekar. Stefnumótandi aðilar verða að huga að leiðum sem draga úr sveiflum og stofnun Stöðugleikasjóðs Íslands er einn mikilvægur áfangi í þeirri vegferð. Þau ríki sem hafa lagt í stofnun þjóðarsjóða hafa aukið sparnað og búið í haginn fyrir framtíðina og aukið hagsæld sinna ríkja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.