Þjóðmál - 01.09.2017, Side 28

Þjóðmál - 01.09.2017, Side 28
26 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Sú stefna reyndist óraunhæf og svo fór að Sósíaldemókratar urðu NATO-sinnaðir og eindregnir talsmenn samvinnu evrópskra lýðræðisríkja í viðskipta- og félagsmálum. Því er óhætt að segja að kristilegu flokkarnir hafi haft afgerandi áhrif á stefnumótun Sósíaldemókrata, sem aftur hefur haft áhrif á stefnu þeirra á Norðurlöndum og mun víðar. Þannig hvarf Alþýðuflokkurinn á Íslandi tiltölulega snemma frá þjóðnýtingar áform- um og fylgdi þannig fordæmi vestur-þýska systurflokksins. Eftir fyrstu kosningar til sambandsþingsins í Bonn 1949 mynduðu Kristilegir ríkisstjórn með Frjálslyndum demókrötum. Aden- auer varð kanslari við svo búið og Erhard efnahagsmálaráðherra, en hann var aðal- hugmyndafræðingur þeirrar frjálslyndu efna- hagsstefnu sem fylgt var á næstu árum. Höft voru afnumin og tekjuskattur lækkaður veru- lega, sem aftur ýtti undir eiginfjármyndun hjá almenningi og fyrirtækjum. Þetta greiddi mjög fyrir allri fjármögnun atvinnulífsins á þeim miklu uppgangsárum sem í hönd fóru. Ludwig Erhard var afburðafræðimaður í hagfræði og laus við allt sem kallast gæti sérgæska eða hagsmunapot. Sjálfur komst hann svo að orði um þetta efni: „Það hefur hreint engin áhrif á mig þegar menn koma til mín og segjast vera fulltrúar fyrir svo og svo mörg þúsund, tugþúsund eða hundrað þúsund félagsmanna og halda að mig reki í rogastans eða mér standi ógn af því. Ég er búinn að gleyma að hræðast. Mér er skynsamleg röksemd meira virði en stærð og veldi einhvers félagsskapar.“ Sú stefna sem þeir Erhard og Adenauer fylgdu nefndist á þýsku soziale Markwirtschaft, sem mætti þýða sem félagslegan markaðsbúskap. Hugmyndafræðin byggist í grunninn á því að frjálshyggja nítjándu aldar hafi slíka ann- marka að hún teljist úrelt. Hún hafi leitt af sér miklar framfarir á flestum sviðum, stóraukna framleiðslu og vaxandi velmegun, en í kjöl- farið hafi fylgt margs konar félagslegt misrétti og öryggisleysi. Forystumenn hins unga sambandslýðveldis vildu koma á kerfi sem fæli í sér möguleika til vaxtar á grundvelli markaðsbúskapar, en um leið yrði girt fyrir félagslegt misrétti og borgurunum tryggt öryggi. Mikilvægur þáttur í hinu nýja kerfi var að tryggja sam- keppni. Stjórnvöld yrðu að hafa yfir að ráða úrræðum til að vinna á móti hringamyndun og einokun. Grípum niður í skrif Erhards: „Samkeppnin er líklegasta tækifærið til að skapa velmegun og viðhalda henni. Hún leiðir af sér framfarir, sem allir menn sem neytendur verða aðnjótandi.“ – „Með samkeppninni – í besta skilningi þess orðs – eru framfarirnar og ágóðinn þjóð nýttur, án þess að persónuleg atorkusemi sé lömuð.“ – „„Hagsæld fyrir alla“ og „hagsæld í samkeppni“ eru því í órofa samhengi; það fyrra táknar markmiðið, hið síðara leiðina, sem liggur að markinu.“ Ludwig Erhard, efnahagsmálaráðherra Vestur­Þýskalands 1949­1963. Hann er helsti hugmyndafræðingur að baki stefnu Kristilegra demókrata. Hann var jafnframt vara­ kanslari frá 1957 og kanslari Vestur­Þýskalands 1963­1966. Ludwig Erhard var afburðafræðimaður í hagfræði og laus við allt sem kallast gæti sérgæska eða hagsmunapot.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.