Þjóðmál - 01.09.2017, Síða 32
30 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017
Flokkarnir hlutu samanlagt 35,2% atkvæða,
litlu meira en Sósíaldemókrataflokkur þá-
verandi kanslara, Gerhards Schröder, sem
fékk 34,2%. Kristilegu flokkarnir og Sósíal-
demókratar gengu nú til stjórnarsamstarfs
og Merkel varð kanslari.
Merkel er óvenju alþýðlegur leiðtogi og
óhætt að segja að hún sé fremsti leiðtogi
Vesturlanda. Hún er „ein af okkur“ segja
Þjóðverjar gjarnan og kalla hana margir Mutti
eða mömmu. Hún er því ekki lengur
Mädchen heldur orðin Mutti, og nota mætti
orðið „landsmóður“ í þessu samhengi.
Í kosningum til sambandsþingsins fyrir
fjórum árum hlutu kristilegu flokkarnir
41,5% atkvæða eða 311 þingsæti af 630. Ekki
vantaði því mörg sæti upp á að þeir næðu
hreinum meirihluta á þinginu, en slíkt hefur
ekki gerst síðan 1957 og þetta var mesta fylgi
kristilegu flokkanna í meira en tvo áratugi.
Frjálsir demókratar, samstarfsflokkur Merkel,
fékk slæma útreið í kosningunum, aðeins
4,8% atkvæða, sem dugði ekki til að ná
manni inn á þing. Kristilegu flokkarnir gengu
því til samstarfs við Sósíaldemókrata, sem
hlutu ríflega fjórðung atkvæða og 193 þing-
sæti. Þingmeirihlutinn hefur því verið drjúgur
á síðasta kjörtímabili, eða sem samsvarar
rétt um 80% þingsæta. Slíkt samstarf kalla
þarlendir große Koalition, eða stóra sam-
steypustjórn. Eðli máls samkvæmt verður við
slíkt samstarf að leita mikilla málamiðlana og
hætta er á að stjórnarstefnan verði það sem
hér á landi er stundum kallað „miðjumoð“.
Stjórnarandstöðuflokkarnir voru tveir á
síðasta kjörtímabili, Vinstriflokkurinn, Die
Linke, með 64 þingsæti, og Græningjar, Die
Grünen, með 63 sæti. Græningjar höfðu fyrir
kosningarnar 2013 útilokað samstarf með
Vinstriflokknum, þar sem flokkurinn hefur
þótt of róttækur. Samsteypustjórn þeirra með
Sósíaldemókrötum kom því ekki til álita.
Rétt er að taka fram að þýskir Græningjar eru
ekki róttækur vinstriflokkur í ætt við Vinstri
græn á Íslandi og kristilegir segja gjarnan um
græningja: „Sie sprechen grün aber leben
schwartz.“ – Umhverfisvernd þeirra og
stuðningsmanna þeirra sé þannig meira í
orði en á borði. Að mati Kristilegra sverja
Græningjar sig í ætt við sósíalista að því leyti
að þeir vilja útskýra fyrir fólki hvernig það eigi
að haga lífi sínu. Kristilegu flokkarnir boða
aftur á móti meiri einstaklingshyggju.
Stærsta mál Græningja hafði lengi verið að
hverfa frá framleiðslu raforku með kjarnorku,
en segja má að Angela Merkel hafi „stolið“
þeim málaflokki þegar árið 2011. Þá ákváðu
þýsk stjórnvöld í kjölfar kjarnorkuslyssins í
Fukushima í Japan að loka öllum kjarnorku-
verum Þýskalands innan ellefu ára. Græn-
ingjar hafa varla borið sitt barr eftir þetta.
Ótrúlegur árangur CSU
Kjörfylgi kristilegu flokkanna hefur frá
stofnun sambandslýðveldisins verið um
30-40% á landsvísu, en víða mun meira í
einstökum sambandslöndum. Sér í lagi er
merkilegt að skoða fylgistölur systurflokksins
í Bæjaralandi, CSU, sem hefur haldið meiri-
hluta sínum á þinginu í München samfleytt
frá árinu 1958 að fjórum árum undanskildum.
Svo löng valdaseta eins flokks er einsdæmi í
hinum vestræna heimi.
CSU er algjör yfirburðaflokkur í Bæjaralandi,
en lengra til vinstri í pólitík en CDU. Hið opin-
bera kerfi í Bæjarlandi er stærra en annars
staðar í Þýskalandi og CSU mun íhaldssamari
flokkur en systurflokkurinn. Þá eru tengsl
hans við kirkjuna miklu meira áberandi en hjá
CDU. Forystumenn CSU með Horst Seehofer
forsætisráðherra í broddi fylkingar eru mjög
stoltir menn. Í þeirra huga er Bæjaraland
Paradís á jörð, enda velmegun óvíða meiri í
Evrópu en einmitt í Bæjaralandi.
Því er óhætt að segja að kristilegu flokkarnir hafi haft afgerandi áhrif á
stefnumótun Sósíaldemókrata, sem aftur hefur haft áhrif á stefnu þeirra á
Norðurlöndum og mun víðar.