Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 33

Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 33
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 31 Þeir eru Bæjarar mikið frekar en Þjóðverjar. Stefnu- skrá þeirra fyrir kosningarnar nú bar einmitt heitið Der Bayernplan eða Áætlun Bæjaralands. Í fyrra kom upp mikill ágreiningur milli kristi- legu flokkanna vegna flóttamannavandans, en CSU vill ganga mun skemur í móttöku flóttamanna en CDU. Til vandræða horfði vegna gríðarlegs fjölda hælisleitenda. Deilur flokkanna gengu svo langt að um tíma stefndi í að CSU byði fram á landsvísu. Þá hafa forystumenn CSU talað mjög afdráttar- laust gegn uppgangi íslamskra öfgamanna og til að mynda lagt áherslu á bann við kvennakúgun á borð við það að konur hylji andlit sitt, líkt og títt er í íslömskum löndum. CDU hefur verið mun meira hikandi í þessum efnum, en ekkert mál hefur orðið Angelu Merkel jafnt þungt í skauti og flóttamanna- vandinn. Flokkunum tókst þó að leysa úr þes- sum alvarlega ágreiningi í tæka tíð og gengu samhentir til kosninga. Kosningabaráttan Kosningabarátta kristilegu flokkanna var afar vel skipulögð, þannig var kappkostað að ganga hús úr húsi þar sem því var komið við, en mikið grasrótarstarf einkennir flokkana. Kristilegu flokkarnir lofuðu í aðdraganda kosninganna að bæta öryggi borgaranna, lögreglumönn- um skyldi fjölgað um 15 þúsund, skattar lækkaðir, ríkisskuldir greiddar niður, tryggð örugg fjármálastjórn ríkisins og leitað leiða til að bæta úr mikilli húsnæðisþörf. Stefnuskráin bar heitið Für ein Deutschland, in dem wie gut und gerne leben. Þetta slagorð er tákn um breytta tíma í Þýskalandi. Þjóðverjar hafa á nýjan leik öðlast sjálfstraust sem þjóð með þjóða og ímynd landsins er vinaleg. Velmegun hefur farið vaxandi undanfarin ár á sama tíma og atvinnuástand hefur versnað víða annars staðar í álfunni, til að mynda í Frakklandi. Angela Merkel og samstarfsmenn hennar skila því góðu búi. Flokkakerfið í Þýskalandi stendur föstum fótum og telja verður afar ólíklegt að það sama gæti gerst þar og gerst hefur Frakklandi, þar sem hinir rótgrónu flokkar eru næstum horfnir af vett- vangi og nýr flokkur Áfram! eða En Marche! undir forystu Emmanuel Macron forseta heldur um stjórnartauma. Spillingarmál í stjórn- málum hafa líka verið afar fátíð í Þýskalandi, sem hefur því einnig leitt til þess að traust almennings á stjórnmálamönnum er meira þar en gengur og gerist á Vesturlöndum. Slagorð Kristilegu flokkanna í kosningabaráttunni. Ekkert mál hefur orðið Angelu Merkel jafnt þungt í skauti og flóttamanna- vandinn. Flokkunum tókst þó að leysa úr þessum alvarlega ágreiningi í tæka tíð og gengu samhentir til kosninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.