Þjóðmál - 01.09.2017, Page 40

Þjóðmál - 01.09.2017, Page 40
38 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Góður sigur Miðflokksins Norski Miðflokkurinn er ótvíræður sigur- vegari kosninganna mælt í fylgisaukningu frá síðustu kosningum. Hann jók fylgi sitt um nálega helming frá 2013. Þegar upp var staðið fékk hann 10,3% atkvæða. Flokkurinn jók fylgið um 4,8% frá síðustu kosningum og fjölgaði þingmönnum úr níu í nítján. Í sumum sveitarfélögum fékk Miðflokkurinn ótrúlegt fylgi, jafnvel yfir 70% atkvæða, og hann er nú með geysisterka stöðu víða utan stórborganna. Þetta þykir vel af sér vikið því að Miðflokkurinn var í kreppu eftir kosningarnar 2013. Árið eftir kom til uppgjörs í flokknum. Boðað var til aukalegs landsfundar og skipt um formann. Við keflinu tók Trygve Slagsvold Vedum, þá 35 gamall bóndi úr sveitum Austur-Noregs. Hann varð yngsti formaður í langri sögu flokksins, sem var stofnaður 1920. Undir formennsku Vedum hefur Miðflokkurinn barist fyrir því að verja hinar dreifðu byggðir Noregs, sem hafa átt undir högg að sækja. Einörð byggðastefna hefur verið helsta baráttumálið. Flokkurinn er alfarið á móti ESB-aðild og hefur talað fyrir endurskoðun EES-samningsins. Hann hefur þótt slá á strengi þjóðernisstefnu með því að telja kjarkinn í norsku þjóðina og hvetja Norðmenn til að trúa á eigin land um leið og alþjóðavæðingin er gagnrýnd. Flokkurinn olli nokkru írafári meðal andstæðinga sinna í mars síðast- liðnum þegar samþykkt var á landsfundi að hafa í stefnu flokksins að setja ætti bann við því að íslamskar konur bæru andlitshyljandi blæjur í skólum Noregs. Í kjölfar allra þessara málefnaáherslna undir hinum nýja formanni skorti ekkert á brigsl um að flokkurinn væri heltekinn af þjóðernisofstæki og kynþátta- fordómum. Þetta sló þó ekki Miðflokkinn út af laginu og hann vann sem fyrr sagði stórsigur nú. Misheppnuð sókn Verkamannaflokksins Stórsókn Miðflokksins dugði þó ekki til að fella hægristjórnarbandalag Ernu Solberg. Meginástæðan er sú að vinstriflokkunum og Græningjum mistókst herfilega að svara væntingum um fylgisaukningu í þessum kosningum. Þar munaði mest um Verkamanna- flokkinn, sem hefur verið langstærsti flokkur landsins um áratuga skeið. Hann fékk aðeins 27,4% og tapaði 3,4% frá kosningunum 2013. Þá fékk hann 30,8% og þótti afleitt. Aðeins einu sinni frá 1924 hefur flokkurinn fengið minna fylgi en í þingkosningum nú. Það var 2001. Þá hafði flokkurinn haft forystu í óvinsælli ríkisstjórn en nú á síðasta kjörtíma- bili var hann forystuafl stjórnarandstöðu- flokkanna.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.