Þjóðmál - 01.09.2017, Page 42
40 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017
Hin umdeilda Sylvi Listhaug
Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála
í hægristjórninni, skipuð af Framfaraflokk-
num, hefur verið mjög umdeild sem stjórn-
málamaður. Vinstrimenn, bæði á fjölmiðlum
og í stjórnmálaflokkum, réðust óspart
að henni í kosningabaráttunni og gagn-
rýndu hana harðlega. Hún mátti sitja undir
ótrúlegum svívirðingaflaumi vegna þess
hvernig hún hefur tekið á innflytjendamálum,
ekki síst málefnum hælisleitenda. Þar hefur
hægristjórnin viðhaft strangar reglur með
áherslu á skjóta afgreiðslu hælisumsókna.
Það olli miklu uppnámi í kosningabaráttunni
þegar Listhaug tók sig til og heimsótti
Rinkeby, eitt af úthverfum Stokkhólms,
höfuðborgar Svíþjóðar, sem hefur orð á sér
fyrir að vera vandræðasvæði vegna mis-
heppnaðar aðlögunar innflytjenda.
Listhaug sagðist vilja kynna sér hvernig Svíar
hefðu klúðrað eigin innflytjendamálum
og draga af því lærdóm svo að hindra
mætti að Norðmenn gerðu sömu mistök.
Vinstriflokkarnir, með Jonas Gahr Störe í
farar broddi, tóku bakföll af hneykslan og
fjölmiðlar fjölluðu um málið dögum saman.
Þrátt fyrir harða gagnrýni og jafnvel kröfur um
að Erna Solberg afneitaði þessum ráðherra í
ríkisstjórn sinni gerðist það ekki. Slíkt hefði
væntanlega þýtt að kjósendur sem létu sér
vel líka við málflutning Sylvi Listhaug, og
voru sjálfsagt flestir kjósendur Framfara-
flokksins, hefðu ekki kosið ríkisstjórnar-
flokkana. Erna Solberg vissi mætavel að ef
stjórn hennar ætti að lifa yrði hvert atkvæði
dýrmætt. Þó var urgur innan raða Kristilega
þjóðarflokksins og Vinstri.
Sem ráðherra hafði Sylvi Listhaug verið kölluð
til úr borgarmálunum í Ósló, þar sem hún
var borgarfulltrúi. Hún leiddi nú lista í fyrsta
sinn í Stórþingskosningum og gerði það í
heimafylki sínu, Mæri og Raumsdal. Þar vann
hún stórsigur. Flokkur hennar, Framfara-
flokkurinn, hlaut þar 22,4% og bætti sig
um 2,4%. Framfaraflokkurinn er nú hvergi
sterkari í Noregi en einmitt í fylki Sylvi.
Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála í hægri stjórn inni, skipuð af Framfaraflokknum, hefur verið mjög umdeild sem
stjórnmálamaður. Vinstrimenn, bæði á fjölmiðlum og í stjórnmálaflokkum, réðust óspart að henni í kosningabaráttunni og
gagnrýndu hana harðlega.