Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 43

Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 43
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 41 Sigurför kvenna Sé litið til annars en flokkadrátta vekur athygli að konur festa sig mjög í sessi í forystu norskra stjórnmála í þessum kosningum. Fjölmargir af fremstu stjórnmálamönnum Noregs eru konur og þær eru í öllum flokkum. Alls náðu 70 konur kjöri nú, sem gerir hlutfall þeirra á Stórþinginu 41,4%. Þær hafa aldrei verið fleiri þar. Síðan er forsætisráðherrann kona og formenn þriggja af fjórum stjórnar- flokkum verða væntanlega konur. Það eru Erna Solberg forsætisráðherra, Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður Framfara- flokksins, og Trine Skei Grande, formaður frjálslynda flokksins Vinstri. Stjórn Ernu bærilega farsæl Stjórnmálafræðingar eiga vafalaust eftir að liggja yfir aðdraganda og úrslitum Stórþings- kosninganna 2017. Ein þeirra spurninga sem helst brenna á áhugafólki um stjórnmál er hvers vegna stjórnarandstöðunni tókst ekki að vinna meirihluta? Það var ekki auðvelt að stjórna Noregi á síðasta kjörtímabili. Mikil verðlækkun á olíu kallaði fram kreppu- einkenni með atvinnuleysi. Farið var í umdeildar skattalækkanir, deilt var um sjávarútvegsmál, hælisleitendastraumur og innflytjendamál eru stöðugt hitamál og málefni hinna dreifðu byggða brunnu á mörgum eins og sigur Miðflokksins sannar. Margir hafa sagt að þetta hefði fyrir fram átt að vera unnin skák fyrir vinstriflokkana og Miðflokkinn. Kannski er meginástæða þess að tap hægristjórnarinnar varð ekki meira sú staðreynd að þrátt fyrir allt hefur Ernu Solberg og bandamönnum hennar í ríkis- stjórnarsamstarfinu tekist bærilega að stýra Noregi í gegnum boðaföllin. Nú eru vís- bendingar um að rofa fari til í efnahagslífinu. Norska þjóðin er að eðlisfari bæði varkár og íhaldssöm. Hún vill trauðla taka þá áhættu að skipta um hest í miðri á þegar útlit er fyrir að klárinn sem nú er setinn muni spjara sig og bera þjóðina til aukinnar velsældar. Ólíkir leiðtogar Norsk stjórnmálabarátta, þar sem tvær skýrar fylkingar takast á um völd, snýst oftar en ekki um leiðtogana. Erna Solberg hefur sannað sig sem þjóðar- leiðtogi sem veldur því að stjórna jafnvel þó að stundum þurfi að taka óvinsælar ákvarðanir. Hún virðist einnig njóta lýðhylli. Þrátt fyrir að hún fari í fararbroddi borgara- legra afla er hún afar blátt áfram í fasi og hún kemur úr röðum alþýðufólks í Björgvin á vesturströndinni. Jonas Gahr Störe, andstæðingur hennar og forsætisráðherra stjórnarandstöðunnar, á hins vegar við ímyndarvanda að stríða. Hann er auðmaður af Óslóarsvæðinu sem reis til metorða í Verkamannaflokknum með embættismannaferli sínum. Margir eiga erfitt með að skilja hvernig jafnaðarmanna- flokkur sem kennir sig við verkalýðinn gat valið hann sem formann. Hann virðist skorta þann alþýðleika sem einkennir Ernu Solberg. Að sjálfsögðu eru þó ástæður þess að vinstrimönnum mistókst að fella hægri- stjórnarmeirihlutann í Noregi fleiri og miklu flóknari en persónur formanna Hægri- flokksins og Verkamannaflokksins. Höfundur er ritstjóri. Alls náðu 70 konur kjöri nú, sem gerir hlutfall þeirra á Stórþinginu 41,4%. Þær hafa aldrei verið fleiri þar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.