Þjóðmál - 01.09.2017, Page 45

Þjóðmál - 01.09.2017, Page 45
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 43 Aukin skattheimta Og það er fleira sem veldur hugarangri. Umsvif hins opinbera hafa aukist gífurlega á síðustu árum og ekkert bendir til þess að þau muni minnka. Í umræðu um fjárlög sitjandi ríkisstjórnar ræddi Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um stöðu hins opinbera í áhugaverðu samhengi. Óli Björn vísaði til þess að á síðasta ári voru skatttekjur ríkisins 229 milljörðum kr. hærri að raunvirði en árið 2000 og tekjuskattur einstaklinga liðlega 58 milljörðum kr. hærri. Virðisaukaskattur skilaði ríkissjóði tæplega 48 milljörðum kr. meira í kassann á síðasta ári, að raunvirði, á verðlagi síðasta árs, en aldamótaárið. Óli Björn benti einnig á að útgjöld ríkisins hefðu vaxið verulega á sama tíma, eða um 220 milljarða króna. „Samkvæmt því fjárlagafrumvarpi sem hér liggur fyrir er gert ráð fyrir að tekjuskattur einstaklinga skili ríkissjóði rúmlega 178 milljörðum króna. Þetta er nær 17 milljarða króna hækkun frá síðasta ári samkvæmt ríkisreikningi,“ sagði Óli Björn. „Virðisaukaskattur skilar 21 milljarði meira í tekjur og í heild verða skattar á vörur og þjónustu um 38,5 milljörðum kr. hærri á komandi ári […] en var á liðnu ári. Í heild er reiknað með að skatttekjur og trygginga- gjöld verði hvorki meira né minna en 76 milljörðum og 200 milljónum betur hærri á komandi ári en var á liðnu ári. Þetta jafngildir um það bil 900 þús. kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu.“ Þetta er mikilvæg ábending frá Óla Birni og eðlilega velti hann upp þeirri spurningu hvort sitjandi ríkisstjórn ætlaði virkilega að þyngja byrðar landsmanna enn frekar með aukinni skattheimtu, eins og fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp gerði ráð fyrir. Ljóst er að áhyggjur manna um að hér væri við völd hægrisinnaðasta ríkisstjórn frá upphafi voru með öllu óþarfar. Eins og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, skrifaði um í sumarriti Þjóðmála leit út fyrir að stefna ríkisstjórnar- innar væri að festa í sessi skattahækkanir sem áttu sér stað á árunum 2009-2013. „Vörðuðu þær á sínum tíma leiðina að hallalausum rekstri ríkissjóðs en nú þegar tekjustofnar bólgna út á ný eru þær meginástæða þess að Ísland hefur tekið fram úr öðrum ríkjum í skattheimtu. Það er spurning hvaða leið skal farin þegar til bakslags kemur næst. Það er ekkert svigrúm til skattahækkana í hagkerfinu,“ sagði Ásdís í grein sinni. Þetta er rétt hjá Ásdísi. Með öðrum orðum mætti segja að búið væri að hækka flesta skatta í botn. Þrátt fyrir það tókst fjármálaráðherra að boða enn frekari skattahækkanir í fyrrnefndu fjárlagafrumvarpi. Einstaka þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hafa, eftir stjórnarslit, lýst því yfir að þeir hafi ekki ætlað sér að styðja skatta- hækkanirnar en það verður að teljast Óla Birni til tekna að hann var sá eini sem gerði það opinberlega fyrir stjórnarslit. Umsvifamikill ríkisrekstur Það er áhyggjuefni í aðdraganda kosninga að enginn virðist ætla sér að draga saman seglin í ríkisrekstrinum. Og það er ekki bara ríkis- sjóður sem bólgnar út og heimtar meira. Ríkið er alltumlykjandi. Það er nú eigandi tveggja af þremur stærstu bönkum landsins (og á reyndar hlut í þeim þriðja). Því til viðbótar situr ríkið uppi með gjaldþrota Íbúðalánasjóð og mun einn daginn þurfa að taka það högg á sig. Ríkið á alla flugvelli landsins og krafa er um að ríkið sjái um og beri ábyrgð á allri innviðauppbyggingu hér á landi. Svona mætti áfram telja. Hins vegar má ekki mikið út af bera til að rekstur ríkisins keyri um koll og það er ekki sjálf- gefið að skattgreiðendur verði aflögufærir til að taka reikninginn. Þess vegna þurfa stjórn- málamenn að hafa þor til að taka umræðuna um það hvort hægt sé að draga úr umsvifum hins opinbera.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.