Þjóðmál - 01.09.2017, Side 48

Þjóðmál - 01.09.2017, Side 48
46 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Andstæðingar kapítalismann tala oft um að kapítalisminn sé drifinn áfram af græðgi og eigingirni – og leiði jafnvel af sér enn meiri græðgi og eigingirni. Því fer þó fjarri lagi. Þvert á móti gengur kapítalismi að mörgu leyti út á það að taka tillit til annarra, mæta kröfum annarra og þjóna öðrum. Bakarinn sem opnar bakarí þarf að miða alla sína vinnu út frá þörfum og óskum viðskiptavina sinna. Hann hefur enga hagsmuni af því að vera eigingjarn, bjóða upp á lélega vöru, annað en sanngjarnt verð og góða þjónustu. Það sama mætti segja um alla aðra starfsemi. Á síðustu árum hefur því ítrekað þó verið haldið að fólki – þá sérstaklega ungu fólki – að kapítalisminn sé einhvers konar birtingar- mynd græðginnar. Fjármálakrísan sem reið yfir öll stærstu hagkerfi heims undir lok síðustu áratuga gaf þessari kenningu byr undir báða vængi. En reiðin og hatrið á kapítalismanum einskorðast ekki við fjármálageirann. Í augum margra eru allir sjálfstæðir atvinnurekendur eigingjarnir á einhvern hátt. Allir þeir sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin, svo valið sé orðatiltæki af handahófi, eru í augum vinstrimanna eigingjarnir og gráðugir. *** Fjölnir Hugmyndabarátta kynslóða

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.