Þjóðmál - 01.09.2017, Page 52
50 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017
Þróunin í Frakklandi er með svipuðum hætti.
Í nýlegum forsetakosningum þar í landi naut
Jean-Luc Mélenchon, vinstrimaður sem talaði
fyrir því að hækka tekjuskatt í 90%, mest
stuðnings fólks á aldrinum 18-24 ára. Hann
hlaut 30% atkvæða í fyrri umferð kosninganna.
Sá frambjóðandi sem hlaut næstmestan
stuðnings þessa aldurshóps var Marie Le Pen
en Emmanuel Macron (sem að lokum var
kjörinn forseti) var í þriðja sæti. Hann er af
mörgum talinn fulltrúi þess sem er ungt og
kraftmikið, opið og alþjóðlegt í Frakklandi –
en franskir námsmenn voru ekki sama sinnis
og hölluðust frekar að þeim frambjóðendum
sem börðust gegn alþjóðavæðingu.
***
Clark bendir á að fjárhagslegur barningur
unga fólksins verði til þess að það missi
trúna á kapítalismann og vísar í rannsókn
Resolution Foundation á síðasta ári, þar
sem fram kom að fólk sem er fætt á árunum
1981 til 1985 vinnur sér inn fjörutíu pundum
minna á núvirði en fólk sem fæddist áratug
fyrr gerði á sama aldri. Þetta er fyrsta
kynslóðin frá iðnbyltingunni sem hefur það
verra en kynslóðirnar á undan.
Á sama tíma hefur húsnæðiskostnaður
hækkað meira en þetta fólk ræður við.
Hlutfall þeirra sem eru 30-34 ára og eiga
eigið húsnæði í Bretlandi hefur lækkað á
síðustu fimm árum úr 49,3% í 43,1% – en
hlutfallið er hærra hjá fólki sem er eldra. Á
sama tíma hefur há húsaleiga komið í veg
fyrir að ungt fólk geti komið sér upp sjóði
eða fjárfest og það getur því ekki grætt á
uppgangi á hlutabréfamarkaðnum.
***
Ungt fólk á Vesturlöndum nýtur í grunninn alls þess sem kapítalisminn hefur upp á bjóða en þeim fer þó fjölgandi
sem hafa óbeit á honum. Hægrimenn þurfa því að líta í eigin barm. Þeim hefur mistekist að sannfæra ungt fólk um
ágæti kapítalismans. Þeir stjórnmálamenn eru teljandi á fingrum annarrar handar sem tala um vinnu og dugnað
sem dyggð, sem tala fyrir minni ríkisafskiptum og auknum tækifærum fyrir þá sem eru tilbúnir að leggja mikið á
sig. Fyrr eða síðar verða hægrimenn að taka á þessu fráhvarfi ungs fólk frá kapítalisma.