Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 52

Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 52
50 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Þróunin í Frakklandi er með svipuðum hætti. Í nýlegum forsetakosningum þar í landi naut Jean-Luc Mélenchon, vinstrimaður sem talaði fyrir því að hækka tekjuskatt í 90%, mest stuðnings fólks á aldrinum 18-24 ára. Hann hlaut 30% atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Sá frambjóðandi sem hlaut næstmestan stuðnings þessa aldurshóps var Marie Le Pen en Emmanuel Macron (sem að lokum var kjörinn forseti) var í þriðja sæti. Hann er af mörgum talinn fulltrúi þess sem er ungt og kraftmikið, opið og alþjóðlegt í Frakklandi – en franskir námsmenn voru ekki sama sinnis og hölluðust frekar að þeim frambjóðendum sem börðust gegn alþjóðavæðingu. *** Clark bendir á að fjárhagslegur barningur unga fólksins verði til þess að það missi trúna á kapítalismann og vísar í rannsókn Resolution Foundation á síðasta ári, þar sem fram kom að fólk sem er fætt á árunum 1981 til 1985 vinnur sér inn fjörutíu pundum minna á núvirði en fólk sem fæddist áratug fyrr gerði á sama aldri. Þetta er fyrsta kynslóðin frá iðnbyltingunni sem hefur það verra en kynslóðirnar á undan. Á sama tíma hefur húsnæðiskostnaður hækkað meira en þetta fólk ræður við. Hlutfall þeirra sem eru 30-34 ára og eiga eigið húsnæði í Bretlandi hefur lækkað á síðustu fimm árum úr 49,3% í 43,1% – en hlutfallið er hærra hjá fólki sem er eldra. Á sama tíma hefur há húsaleiga komið í veg fyrir að ungt fólk geti komið sér upp sjóði eða fjárfest og það getur því ekki grætt á uppgangi á hlutabréfamarkaðnum. *** Ungt fólk á Vesturlöndum nýtur í grunninn alls þess sem kapítalisminn hefur upp á bjóða en þeim fer þó fjölgandi sem hafa óbeit á honum. Hægrimenn þurfa því að líta í eigin barm. Þeim hefur mistekist að sannfæra ungt fólk um ágæti kapítalismans. Þeir stjórnmálamenn eru teljandi á fingrum annarrar handar sem tala um vinnu og dugnað sem dyggð, sem tala fyrir minni ríkisafskiptum og auknum tækifærum fyrir þá sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig. Fyrr eða síðar verða hægrimenn að taka á þessu fráhvarfi ungs fólk frá kapítalisma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.