Þjóðmál - 01.09.2017, Side 56

Þjóðmál - 01.09.2017, Side 56
54 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Þetta hefur verið ríkur þáttur í ímyndarsköpun landsmanna bæði út á við og inn á við. Hér er þá áskilið að jarðvarmanýting landsmanna sé sjálfbær og þar með endurnýjanleg, en áhöld eru um það á meðal fræðimanna í ljósi þess að víða er tekið meir úr forðageyminum neðan- jarðar en inn streymir, svo að bora þarf s.k. viðhaldsholur. Hin viðtekna og fjölþjóðlega skilgreining er samt að jarðhitinn, lághiti og háhiti, sé endurnýjanleg orkulind. Það breytir ekki þeirri staðreynd að hægt er að ofgera staðbundnum jarðgufuforða með ofnýtingu, eins og sannazt hefur í Hellisheiðarvirkjun. Áður fyrr var hlutdeild endurnýjanlegra orkulinda í orkunýtingu landsmanna lengi vel um 85%, en vegna gríðarlegrar aukningar á notkun flugvélaeldsneytis á undanförnum fimm árum er ekki lengur hægt að slá um sig með þessari háu tölu, heldur var hún komin niður í 75,6% í árslok 2016 og virðist enn vera á niðurleið. Hver flugfarþegi virðist losa um 0,7 tonn af CO2-jafngildum í hvorri ferð (fram og til baka) ef millilendingarfarþegar eru meðtaldir. Með endurnýjun flugkosts stendur þetta til nokkurra bóta, en flugfélögin í Evrópu og vonandi alls staðar standa frammi fyrir gríðarlegum kaupum á koltvíildiskvótum, því ferðamönnum fjölgar árlega um a.m.k. 4% á heimsvísu. Orkunotkun landsmanna skiptist með eftirfar- andi hætti árið 2016 á orkulindir. Einingin er Petajoule, þar sem Joule er alþjóðleg orku- eining (1 J = 1 Ws) og Peta=1015 : Efstu tveir liðirnir eru taldir sjálfbærar orku- lindir, og orka úr þeim nemur alls 75,6% af heildarorkunotkun Íslendinga, en hinir tveir innihalda kolefni, sem við bruna hvarfast við súrefni og myndar CO2. Það gerir eldsneytis- gas einnig, t.d. própangas, sem sleppt er í þessu yfirliti. Sé það reiknað með verður hlutdeild jarðefnaeldsneytis í orkunotkuninni mjög nálægt fjórðungi. Áreiðanlega bregður mörgum í brún við að sjá þessa töflu, t.d. að Íslendingar skuli nú nota meiri orku úr jarðolíu en úr fallvötnum landsins. Megnið af vatnsorkunni knýr iðjuverin en megnið af jarðhitanum fer til upphitunar húsnæðis. Kol, koks og jarðgas fara aðallega til iðnaðarnota, t.d. í forskaut og bakskaut álveranna, og gasið er notað í upphitunar- og þurrkferla, sem enn hafa ekki verið rafvæddir, og við matseld. Það er fróðlegt að kryfja í hvað olíuvörurnar fóru árið 2016. Innanlandsnotkunin nam 480 kílótonnum, eða aðeins þriðjungi af heildar- notkuninni, sem var 1.460 kílótonn. Olíunotkun við millilandaflutninga var yfirgnæfandi, þ.e. 980 kílótonn eða 67%. Þetta er mikilvægt fyrir loftslagsumræðuna, því íslenzk stjórnvöld hafa aðeins skuldbundið sig til að minnka innan- landsnotkunina árið 2030 um 40% miðað við árið 1990, en flugfélögin og skipafélögin hafa fengið losunarkvóta úthlutaðan af fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins og munu þessir kvótar skerðast með tímanum og verða miðaðir við beztu tækni á hverju sviði á hverjum tíma. Þannig verður leiðandi fyrirtækjum á sviði minnkandi losunar á framleiðslueiningu umbunað en eftirbátunum refsað. Það er mjög mikilvægt að Íslendingar fái landgræðslu á borð við skógrækt sína viðurkennda sem fullgilda mótvægisaðgerð, svo að fyrirtækin geti keypt kolefniskvóta af skógarbændum og Landgræðslunni er fram líða stundir. Frumorkunotkun Íslendinga árið 2016 Vatnsorka 48,5 PJ 18,50% Jarðhiti 149,2 PJ 57,10% Olíuvörur 59,0 PJ 22,60% Kol og koks 4,8 PJ 1,80% Heild 261,5 PJ 100% Skipting notkunar Íslendinga á afurðum jarðolíu 2016 Millilandaflugvélar og skip 980 kt Samgöngur innanlands 295 kt Fiskiskip 135 kt Iðnaður 50 kt Alls 1.460 kt

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.