Þjóðmál - 01.09.2017, Side 57
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 55
Með þessar upplýsingar í höndunum ásamt
vitneskju um heildarmálmframleiðslu í landinu
er hægt að leggja mat á losun gróðurhúsaloft-
tegunda árið 2016, svokölluð koltvíildisjafn-
gildi. Það er vaninn að bæta við þessa skrá
áætlaðri losun frá úrgangi. Til samgangna
innanlands heyra samgöngur á landi, í lofti og
á legi. Landsamgöngurnar nota 93% af elds-
neyti til samgangna innanlands, innanlands-
flugið 5% og strandsiglingar 2%. Til að skilja
að millilandaflug og millilandasiglingar er gert
ráð fyrir skiptingunni 80%-20% af 980 kt/ár.
Af þessu yfirliti sést í einni sjónhendingu að
loftslaginu stafar ekki meginógnin af starfsemi
á landi, sem gefur aðeins frá sér 36% magns
gróðurhúsalofttegunda, heldur af flutningum
í lofti og á sjó til og frá landinu. Því miður er
tæknin skemmst á veg komin með að leysa
eldsneytisbruna í þotuhreyflum og stórum
skipsvélum af hólmi, en að því er unnið og
gæti orðið að raunveruleika eftir 15-20 ár. Ef
marka má yfirlýsingar úr þessum starfsgrein-
um mun losun þeirra fara vaxandi á næsta
áratugi vegna aukinna umsvifa, þrátt fyrir að
fyrirtækin muni hagnýta sér nýjustu fram-
farir í eldsneytisnýtni. Eru kaup Icelandair á
nýjum Boeing-þotum, sem væntanlegar eru
árið 2018, dæmi um það, þar sem eldsneytis-
notkun á hvern farþega-km mun batna um
u.þ.b. 20% miðað við núverandi meðalnýtni
flugflota félagsins.
Þar til ný og umhverfisvæn tækni ryður sér til
rúms í flugi og siglingum verður sú starfsemi
á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) háð því
sem framkvæmdastjórn ESB kann að ákveða
um úthlutun koltvíildiskvóta til fyrirtækjanna,
og einnig háð verðinu á honum, sem ræðst af
framboði og eftirspurn. Framkvæmdastjórnin
verður í þessu sambandi að gæta rækilega að
því að skekkja ekki samkeppnisstöðu evrópskra
fyrirtækja með því að íþyngja þeim með meiri
kvöðum en hvíla á fyrirtækjum með heimilis-
festi utan EES sem sigla eða fljúga til Evrópu.
Stjórnvöld þurfa að vinna markvisst að því að
mótvægisaðgerðir með landgræðslu hér-
lendis verði viðurkenndar af ESB innan ramma
Parísarsamkomulagsins. Íslenzkir skógar-
bændur verða samkeppnishæfir á markaði
með bindingu koltvíildis við 30 EUR/t CO2 , og
fljótlega eftir 2020 má búast við að verð kol-
tvíildiskvótans fari upp fyrir það mark. Því er
góð fjárfesting fólgin í því að hefja nú ræktun
nytjaskóga, sem væru farnir að binda 4,4 t/ha(2)
eftir um fimm ár frá út plöntun. Ef við gerum ráð
fyrir að á hverju ári væri plantað út fyrir skógi sem
bundið getur 0,4% af núverandi losun milli-
landaflutninganna, þ.e. 0,4%x7.700 kt = 30,8
kt CO2, þarf árlega að planta skógi í 7,0 kha
lands. Stofnkostnaður slíkrar skógræktar er um
tveir milljarðar króna á ári. Auka þyrfti plöntu-
ræktina til að hafa undan þessu átaki, því að
þetta jafngildir um fimmföldun núverandi
ræktunarhraða nytja skógar. Þetta er tilvalið
samstarfsverkefni ríkisins og flutningafyrir-
tækjanna sem í hlut eiga. Land og starfskraftar
eru til reiðu, því að komið hefur fram að draga
þarf úr sauðfjárbúskap sökum markaðs örðug-
leika og að sauðfjárbændur hafa bryddað
upp á því við landbúnaðarráðherra að einn
af mögu leik unum í stöðunni væri að þeir
fækkuðu sauðfé en legðu jarðir sínar í staðinn
undir annan búskap, t.d. skógarbúskap.
Það er mjög mikilvægt að Íslendingar fái landgræðslu á borð við skógrækt sína
viðurkennda sem fullgilda mótvægisaðgerð, svo að fyrirtækin geti keypt
kolefniskvóta af skógarbændum og Landgræðslunni er fram líða stundir.
Losun koltvíildisjafngilda vegna
orkunotkunar Íslendinga 2016
Millilandaflug 7,11 Mt 59%
Iðnaður 2,30 Mt 19%
Samgöngur innanl. 0,93 Mt 8%
Millilandaskip 0,60 Mt 5%
Fiskiskip 0,43 Mt 4%
Úrgangur 0,30 Mt 3%
Orkuvinnsla 0,20 Mt 2%
Annað 0,10 Mt 0%
Heild 11,67 Mt 100%