Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 58

Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 58
56 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Þegar saman fara nytjar af skógi og sala kol- tvíildiskvóta er fjármálaleg áhætta ríkissjóðs við að koma slíkri starfsemi af stað í lágmarki. Þetta er því góð hugmynd hjá bændum sem ráðherra má ekki skella skollaeyrum við. Iðnaðurinn er í þeirri stöðu að enn er enginn valkostur við kolefnisforskautin og -bak- skautin, sem leiða rafstrauminn í rafgreiningar- ferlinu í álverunum eða í ljósbogann, sem bræðir kvarts í ofnum kísilveranna. Á rann- sóknar stofum á vegum álveranna hefur lengi staðið yfir þróun á svokölluðum eðalskautum, sem eru forskaut án kolefnisinnihalds, með e.t.v. þrítugfaldri endingu núverandi kolefnis- skauta, en iðnaðartæk lausn hefur enn ekki fundizt. Þegar álversrisarnir fara að finna fyrir koltvíildiskvótanum um víða veröld munu þeir efla rannsóknir á eðalskautum. Ef/þegar þessi þróun heppnast mun rafgreiningarferli álver- anna, sem vegur þyngst í losun iðnaðarins á CO2, ekki losa neitt slíkt, en óvíst er hvernig losun annarra efna á borð við flúorsambönd verður háttað. Þau eru nú fönguð að langmestu leyti í hreinsivirkjum. Samgöngur innanlands vega þyngst í notkun innanlands á olíuvörum og eru stærsti losunar- valdurinn sem skuldbindingar ríkisstjórnar- innar vegna Parísarsamkomulagsins frá 2015 spanna. Þessi losun stafaði árið 2014 að 93% frá landumferð, 5% frá innanlandsflugi og 2% frá flutningum með skipum á milli íslenzkra hafna. Líklega hefur vægi landumferðar vaxið frá 2014 til 2016, svo hér er látið duga að fjalla um landumferð. Tæknin til að leysa af hólmi benzínvélar og dísilvélar ökutækja, stórra og smárra, er nú þegar fyrir hendi og hentug tækni fyrir vinnu- vélarnar er í deiglunni. Við taka ökutæki knúin rafhreyflum, sem í flestum tilvikum verða tengdir rafgeymum hlöðnum með hleðslu- tæki en í sumum tilvikum verður efnarafali knúinn vetni í stað rafgeymis. Með þá lausn í farteskinu losa bílaframleiðendur ökumenn við ókosti rafgeymanna, sem eru mikill þungi og fyrirferð (lágt hlutfall kWh/kg), hátt verð, ISK/kWh, styttri ending en ending bílsins, hár endurhleðslutími og sjaldgæf efni í jörðu til framleiðslunnar, liþíum og kóbalt. Flest stendur þetta til bóta, t.d. hrapaði verð liþíumrafgeyma um 80% á árabilinu 2008-2016. Drægni rafgeymanna er háð útihitastigi og er nú við beztu aðstæður að sumarlagi komin upp í 500 km en getur fallið niður um helming við verstu vetraraðstæður, því innra viðnám rafgeymanna eykst með lækkandi hitastigi og mikil orka fer af rafgeymunum til upphitunar innilofts, sæta, loftræstingar, afísingar og lýsingar. Fjöldi rafmagnsbíla í heiminum fór yfir eina milljón árið 2015, og árið eftir var fjöldinn kominn í tvær milljónir(5). Þetta er heildarfjöldi bifreiða með rafhreyfli og margir þeirra eru einnig knúnir jarðefnaeldsneyti, svokallaðir tvinnbílar. Heildarfjöldi bíla í heiminum er a.m.k. einn milljarður, svo að hlutfall rafdrif- inna ökutækja er enn undir 0,2%. Á Íslandi var heildarfjöldi rafmagnsbíla í árslok 2016 undir 2.200 talsins, þ.e. undir 0,8% af heild. Rafvæðing bílaflotans gengur mjög hægt á Íslandi í samanburði við Noreg, þar sem raforkuvinnslan er mestmegnis úr orku fall- vatnanna, eins og hér. Hægagangurinn skýtur skökku við þegar haft er í huga lágt raforku- verð á Íslandi. Reynsla höfundar af orkunotkun tengiltvinnbíls í rafmagnsham, að meðtöldum töpum í hleðslutæki fyrir rafgeymana, er að hún nemur að jafnaði yfir árið 0,35 kWh/km, sem gefur raforkukostnað 5,3 kr./km. Í benzín- ham notar bíllinn að jafnaði um 0,06 l/km, sem gefur eldsneytiskostnað 10,5 kr./km um þessar mundir. Í tvinnham, þegar benzínvél og rafhreyfill vinna saman, er benzínnotkun 0,035 l/km og rafmagnsnotkun 0,10 kWh/ km. Á rúmlega 100 km akstri verður einingar- kostnaður orku 6,3 kr./km, 3,2 kr./km í rafham og 7,9 kr./km í tvinnham. Orkukostnaður rafmagnsbíls nemur um 30% af orkukostnaði sams konar benzínbíls miðað við að verð sé 15 kr./kWh og 176,4 kr./l. Þess má geta að án opinberra gjalda og skattheimtu verður orku- kostnaður rafbíls og benzínbíls mjög áþekkur. Árið 2030 gæti meðalnýtni nýrra rafbíla hafa batnað í 0,25 kWh/km með töpum og verður þetta gildi notað í framhaldi þessarar greinar fyrir fjölskyldubílinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.