Þjóðmál - 01.09.2017, Side 59
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 57
Fiskiskip notuðu mest af olíu árið 1996, eða
248 kílótonn, en 20 árum síðar hafði olíunotkun
þeirra minnkað um 113 kt/ár, eða um tæplega
46%. Þessi stórkostlegi árangur var knúinn
af brýnni þörf á kostnaðarlækkun vegna hás
olíuverðs, sem um tíma var yfir 2.000 USD/t
CIF en er nú vel innan við helmingur þess
verðs vegna aukins framboðs og eftirspurnar-
slaka. Útgerðirnar hafa náð þessum árangri
með tæknivæðingu og fækkun togara um
helming. Þær höfðu í árslok 2016 dregið úr
olíunotkun og þar með úr losun CO2 um 35%
frá viðmiðunarárinu 1990. Þær þurfa að bæta
árangurinn niður í 125 kt árið 2030, sem er um
0,6%/ár, sem mun nást með áframhaldandi
endurnýjun togaraflotans, sem þýðir fækkun
skipa og öflugri og nýtnari vélbúnað.
Útgerðirnar munu fyrirsjáanlega ekki skulda
neinn koltvíildiskvóta á uppgjörsárinu 2030,
en líklega eiga inneign, sem verður seljanleg.
Dreififyrirtæki raforku verða fyrir 2025 að hafa
rafvætt hafnirnar með háspenntu dreifikerfi til
að búa í haginn fyrir lokasókn útgerðanna að
kolefnisfríum rekstri. Orkusjóður þarf væntan-
lega að styrkja verkefnið með stofnframlögum
svo landtenging skipa verði samkeppnishæf
við olíubrennslu. Öflugt dreifikerfi í höfn skapar
jafnframt grunn að orkuskiptum skipanna en
þangað til munu þau nota í meiri mæli metanól
og lífdísil, sem framleidd verða hérlendis.
Iðnaður brennir olíu mestmegnis í fiskimjöls-
verksmiðjum. Samkvæmt Samtökum
fiskimjölsframleiðenda yrði hámarksálag
fiskimjölsverksmiðjanna 180 MW ef þær
yrðu að fullu rafvæddar. Fyrir því er ekki
grundvöllur, því að aflgetu vantar í virkjanir
og flöskuhálsar eru bæði í flutningskerfinu,
sem flytur raforku á milli landshluta og til
orkukræfs iðnaðar (stóriðju), og í dreifikerfinu,
sem flytur raforku til annarra notenda. Það er
brýnt að yfirvöld orkumála í landinu hlutist til
um að nauðsynlegar virkjanir, flutningskerfi
og dreifikerfi verði tilbúin um miðjan næsta
áratug til að nokkur minnsti möguleiki verði
á að ná markmiði ríkisstjórnar og Alþingis um
40% minni losun gróðurhúsalofttegunda árið
2030 en árið 1990.
Losunarmarkmið og
leiðir til að ná þeim
Það vantar ekki að stjórnvöld hérlendis hafi
sett landsmönnum markmið um minni losun
gróðurhúsalofttegunda, en þau hafa öll verið
óraunhæf, því að eftirfylgni hefur vantað.
Þetta er ábyrgðarleysi, því að markmiðin eru
skuldbindandi og fjárhagsrefsingar á formi
greiðslu í óljósan sjóð fyrir losun umfram
skuldbindingar liggja við.
„Útlit er fyrir, að íslenzka ríkið muni þurfa
að verja milljörðum [ISK] til kaupa á kolefni-
skvóta á næsta áratugi. Ástæðan er aukn-
ing í losun gróðurhúsalofttegunda þvert á
það markmið stjórnvalda, að hún verði um
20% minni árið 2020 en 2005.“(6)
Sjávarútvegurinn mun ná þessu markmiði en
landumferð alls ekki. Hún breytist nokkurn
veginn í takti við verga landsframleiðslu. Árið
2017 spáir Vegagerðin 45% aukningu umferð-
ar frá 2005, og árið 2020 má ætla að hún hafi
aukizt um 55%. Við þessa fáheyrðu markmiðs-
setningu, sem í raun var 23% samdráttur losunar
árið 2020 frá 2005, var jafnframt reiknað
með að 10% bílaflotans yrðu umhverfisvæn
árið 2020. Árið 2017 mun þetta hlutfall e.t.v.
ná 1% og verður í mesta lagi 5% árið 2020.
Markmiðssetning umhverfisráðuneytisins
fyrir landumferðina 2020 fól í sér að losun
frá henni næmi þá 680 kt CO2, en ef fer sem
horfir mun hún þá fara yfir 1.000 kt CO2 .
Mismunurinn verður a.m.k. 320 kt árið 2020,
sem með núverandi verði, 5 EUR/t, jafngildir
1,6 milljörðum evra, eða um 200 milljörðum
króna. Fyrir tímabilið 2013-2020 gæti þurft að
reiða fram úr ríkissjóði hátt í milljarð króna í
kolefnisgjöld til ESB vegna slælegrar frammi-
stöðu íslenzkra stjórnvalda við setningu og
framfylgd þessa markmiðs fyrir Íslands hönd
um losun gróðurhúsalofttegunda. Allt bendir
til að upphæðin fyrir áratuginn 2021-2030
verði margfalt hærri. Það er mjög mikilvægt
að ríkisstjórnin komist að samkomulagi við
ESB um að þessar greiðslur renni til mótvægis-
aðgerða á Íslandi við losun gróðurhúsaloft-
tegunda, t.d. til landgræðslu.