Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 63
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 61
Því svarar núgildandi Rammaáætlun játandi;
þar er 57% meiri orkuvinnslugeta en þörf er á
samkvæmt ofangreindu, en aftur á móti minni
aflgeta. Mismunurinn er þó innan óvissumarka.
Í næstu töflu er samantekt virkjanakosta í
núgildandi nýtingarflokki Rammaáætlunar:
Alls eru þetta 18 virkjanir og árið 2050 verður
þörf fyrir þær allar vegna orkuskiptanna og
hagvaxtar, og hefur þá ekki verið reiknað með
nýjum iðjuverum, stórum gagnaverum og
þess háttar, en með því að beina um 130 MW
aflþörf hleðslutækja rafbílanna yfir á lágálags-
tíma með lægra orkuverði munu þá 16 ofan-
greindra virkjana duga. Ný orkuvinnslugeta
verður þá 9.607 GWh/ári og aflgeta 1.286 MW.
Þetta er u.þ.b. helmingur af raforkuvinnslugetu
og aflgetu virkjana landsins árið 2016. Þetta
er svipuð orka og verið hefur í umræðunni að
senda utan um sæstreng til Skotlands til að
selja Bretum. Annað útilokar hitt.
Í biðflokki Verkefnisstjórnar um Rammaáætlun
er nokkur orka og hún getur orðið til ráðstöfunar
eftir þörfum innanlandsnotkunar á seinni
hluta 21. aldarinnar. Þá er spurning hvað
verður um orkuna til ISAL í Straumsvík þegar
orkusamningur Landsvirkjunar við fyrirtækið
um rúmlega 400 MW rennur út árið 2035.
Það er ekki nóg að virkja; það verður líka að
vera hægt að flytja raforkuna á milli landshluta
með háu afhendingaröryggi. Fullnægjandi
flutningskerfi með 220 kV hringtengingu
er í raun aðeins fyrir hendi á suðvesturhluta
landsins. Ein af niðurstöðunum GNG er að auk
framangreindra virkjana séu nýjar 220 kV línur
á Norður- og Austurlandi forsenda þess að
orkuskiptin verði framkvæmanleg. Þar er um
að ræða línu á milli Blönduvirkjunar, Kröflu-
virkjunar og Fljótsdalsvirkjunar og 220 kV
línu þaðan til aðveitustöðvar við Hryggstekk
í Skriðdal eða aðra jafngilda styrkingu orku-
flutnings áleiðis til
Austfjarða. Hér er um
að ræða alls 335 km
loftlínu, sem e.t.v.
verður samið um að
setja að einhverju leyti
í jörðu, eins og tækni
og fjárhagur leyfa.
Ofangreint kerfi
verður þó óstöðugt
í rekstri svo að í
bilunartilvikum þarf
að skerða orkuvinnslu
á Norðurlandi og skerða orkuafhendingu til
notenda þar. Til að fá stöðugt kerfi í rekstri
verður að tengja Norðurland og Suðurland
saman með enn öflugri hætti. Þar stendur val
á milli þess að fara Sprengisandsleið eða að
leggja 220 kV loftlínu frá virkjunum Þjórsár-/
Tungnaársvæðisins um Suðausturland til
Austurlands, t.d. Hryggstekks í Skriðdal, og
loka þar með 220 kV hringnum. Fýsilegast er
frá tæknilegu og umhverfislegu sjónarmiði
að leggja jafnstraumsjarðstreng þvert yfir
hálendið (Sprengisandsleið), sem auðvelda
mundi aflstýringu á milli landshlutanna við
hvers konar aðstæður. Hér að neðan eru allir
valkostirnir við styrkingu flutningskerfisins
vegna orkuskiptanna sýndir:
Flutnings-
mannvirki
Lengd
km
Áætlaður
kostnaður
ma. ISK
Lína 220 kV
BLA-FLJ-HRY
335
23,5
(213 m. USD)
Lína 220 kV
SIG-HÖF-HRY
540
37,8
(344 m. USD)
Jarðstrengur,
500 MW, N-S
220
40,0
(364 m. USD)
Ákjósanlegasti
valkostur 555 63,5
(577 m. USD)
Gerð og staðsetning virkjana í RAMMA 3
Vinnslugeta
Gwh
Aflgeta
MW
Jarðgufa á Hellisheiði, 3 virkjanir 1.845 225
Jarðgufa í Þingeyjarsýslum, 2 virkjanir 2.016 240
Vindorka í Blöndulundi, 20-30 vindmyllur 350 100
Vatnsafl, stækkun Blönduvirkjunar 194 31
Jarðgufa á Suðurnesjum, 5 virkjanir 3.262 400
Vatnsafl á Suðurlandi, 4 virkjanir 2.552 335
Vatnsafl á Vestfjörðum, 2 virkjanir 495 90
Framtíðarorka og afl í nýtingarflokki 10.714 1.421