Þjóðmál - 01.09.2017, Page 69

Þjóðmál - 01.09.2017, Page 69
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 67 Höfundur staðfærði greiningartækið og lagaði að rannsóknarhagsmunum. Greind voru þau gögn sem aðgengileg eru hags- munaaðilum íslensku aðilanna að UNGC, það eru samfélagsskýrslur, ársskýrslur og vefsíður. Greiningartækið hugar að fjórum greiningar- kóðum: samskiptum, skuldbindingum, forystu og innleiðingu. Rannsakandi hugar þá eingöngu að því hvort fyrirtæki hafi innleitt þau atriði sem hver kóði hugar eða ekki, en leggur ekki huglægt mat eða rýnir í ásetning. Samskiptakóðinn hugar að sam- skiptum við hagsmunaaðila, til að mynda hvernig skýrslugerð er háttað og hvort fyrirtæki hafi skilgreint sína hagsmunaaðila. Í tengslum við kóðann skuldbinding er Tafla 1: Aðilar UNGC á Íslandi Aðili Aðild hófst Starfsm.- fjöldi Stærð fyrirtækis Landsbankinn 2006 1100 Stórt Alta ehf. 2009 10 Lítið/meðalstórt Íslandspóstur 2009 1000 Stórt Íslandsstofa 2009 27 Lítið/meðalstórt Íslandsbanki 2010 1000 Stórt Össur 2011 1700 Stórt Festa 2012 2 Lítið/meðalstórt ÁTVR 2012 281 Stórt Síminn 2013 480 Stórt Ölgerðin 2013 330 Stórt Reykjagarður 2013 105 Lítið/meðalstórt Landsvirkjun 2013 250 Stórt Réttur lögmannsstofa 2014 12 Lítið/meðalstórt Arctic Green Energy 2015 15 Lítið/meðalstórt Marel 2016 4600 Stórt Sólar ehf. 2016 130 Lítið/meðalstórt Efla verkfræðistofa 2016 228 Lítið/meðalstórt Isavia 2016 807 Stórt Mannvit 2016 238 Lítið/meðalstórt Arion banki 2016 890 Stórt kannað hvaða leiðbein- ingum, stöðlum og sátt- málum aðilarnir hafa skuldbundið sig til að framfylgja að hluta til eða að öllu leyti. UNGC gerir kröfu um þátttöku yfirstjórnenda í stefnumótun og framkvæmd samfélagslegrar ábyrgðar og hugar greiningartækið að þátttöku þeirra ásamt því að huga að því hver þátttaka stjórnarmeðlima er. Síðasti greiningarkóðinn snýr að innleiðingarferlinu. Rannsókn Klettner, Clarke og Boersma (2014) nýtti þennan kóða til að rannsaka umbunar- greiðslur til stjórnenda sem tengdar eru árangri fyrir- tækisins, öðrum en hagnaði. Rannsakandi bætti einnig inn í þennan kóða athugun á þeim mælanlega árangri sem fyrirtækin tiltaka í skýrslum sínum eða á vefsíðum. 20 aðilar að UNGC Aðilar UNGC á Íslandi eru í dag 20 talsins (sjá töflu 1), þar af eru 18 fyrirtæki og 2 rekstrar- einingar sem ekki eru reknar í hagnaðarskyni. Fyrsti íslenski aðilinn er Landsbankinn en hann hóf aðild árið 2006. Á árunum 2013- 2016 bættust við 12 aðilar. Á meðal aðilanna eru 11 fyrirtæki með yfir 250 starfsmenn og 5 þeirra með yfir 1000 starfsmenn. Þá raðast 6 þeirra á listann yfir 20 stærstu fyrirtæki landsins á árinu 2016. Samtök atvinnu lífsins hafa frá árinu 2009 gegnt því hlutverki að vera tengiliður á milli íslenskra aðila og UNGC. Samtökin veita aðilum þá aðstoð sem þeir leita eftir ásamt því að standa fyrir ráðstefnum og fræðslu.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.