Þjóðmál - 01.09.2017, Side 70

Þjóðmál - 01.09.2017, Side 70
68 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Þegar aðild að sáttmálanum hefst senda fyrirtæki inn staðlaða yfirlýsingu frá yfir- stjórnanda þar sem því er lýst yfir að fyrirtækið muni haga allri sinni starfsemi í takt við grunnviðmiðin tíu (sjá töflu 2). Aðilar þurfa þá árlega að skila inn samfélags- skýrslu, Communication of progress, (COP), þar sem yfirstjórnandi lýsir yfir áframhaldandi stuðning við sáttmálann ásamt því að farið er yfir árangur fyrirtækisins þegar kemur að innleiðingu grunnviðmiða hans. Í skýrslunni þarf þá einnig að birta mælanlegar útkomur sem snúa að þeirri innleiðingu. Ef skil á skýrslunni tefjast um meira en ár frá skiladegi telst aðilinn hafa sagt sig frá Global Compact. Frá upphafi hafa tveir íslenskir aðilar fallið frá aðild á þann máta. Aðild að sáttmálanum er að öllu leyti sjálfboðin og stýra aðilar sinni þátttöku sjálfir. Ein þungamiðja sáttmálans er að hvetja aðila til að vinna á markvissan hátt að Heimsmark- miðum Sameinuðu þjóðanna (sjá töflu 3) og hefur sú áhersla aukist síðustu misseri. Á því svæði sem aðildum er úthlutað inn á opnu vefsvæði UNGC gefst aðilum tækifæri til að gefa upp hvaða heimsmarkmið þeim hugnast að leggja áherslu á innan sinnar starfsemi. Fimm íslensku aðilana hafa mótað stefnu í kringum Heimsmarkmiðin. Tafla 2: Tíu grunnviðmið UNGC Mannréttindi Viðmið 1 Fyrirtæki styðja og virða vernd alþjóðlegra mannréttinda. Viðmið 2 Fyrirtæki sjá til þess að þau gerist ekki meðsek um mannréttindabrot. Vinnumarkaður Viðmið 3 Fyrirtæki styðja við félagafrelsi og viðurkenna í raun rétt til kjarasamninga. Viðmið 4 Fyrirtæki tryggja afnám nauðungar- og þrælkunarvinnu. Viðmið 5 Virkt afnám barnavinnu er tryggt. Viðmið 6 Fyrirtæki styðja afnám misréttis til vinnu og starfsvals. Umhverfi Viðmið 7 Fyrirtæki styðja beitingu varúðarreglu í umhverfismálum. Viðmið 8 Fyrirtæki hafa frumkvæði að því að hvetja til aukinnar ábyrgðar gagnvart umhverfinu. Viðmið 9 Fyrirtæki hvetja til þróunar og nýtingar á umhverfisvænni tækni. Varnir gegn spillingu Viðmið 10 Fyrirtæki vinna gegn hvers kyns spillingu, þar með talin kúgun og mútur. Tafla 3: Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Markmið 1 Engin fátækt Markmið 2 Ekkert hungur Markmið 3 Heilsa og vellíðan Markmið 4 Menntun fyrir alla Markmið 5 Jafnrétti kynjanna Markmið 6 Hreint vatn og salernisaðstaða Markmið 7 Sjálfbær orka Markmið 8 Góð atvinna og hagvöxtur Markmið 9 Nýsköpun og uppbygging Markmið 10 Aukinn jöfnuður Markmið 11 Sjálfbærar borgir og samfélög Markmið 12 Ábyrg neysla Markmið 13 Verndun jarðarinnar Markmið 14 Líf í vatni Markmið 15 Líf á landi Markmið 16 Friður og réttlæti Markmið 17 Alþjóðleg samvinna Aðild að sáttmálanum er að öllu leiti sjálfboðin og stýra aðilar sinni þátttöku sjálfir.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.