Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 77

Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 77
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 75 Góð Rússlandsstefna fælist í að veita yfirgangi Rússlands viðnám og hjálpa öðrum til að gera það líka; finna möguleika á hugsanlegri samvinnu án þess að gera sér of miklar vænt- ingar eða umbuna Rússum fyrir samvinnu á sviðum þar sem talið er að hagsmunirnir fari saman; bæta samskiptin þar sem það er mögulegt, halda meðal annars uppi samskiptum um borgaraleg og hernaðar- leg málefni og horfa til betri samskipta við betra Rússland. Við eigum nú í samskiptum við Rússland eins og það er. En munum að Rússland Pútíns er ekki eina mögulega Rússlandið. Við þekkjum kosti þess að vera í almennum tengslum við rússneska samfélagið, þar á meðal lýðræðissinnaða andófsmenn sem verða kannski ekki alltaf í skugganum og við umbótasinnaða hugsan- lega pólitíska leiðtoga framtíðarinnar. Reynslan frá níunda áratugnum bendir okkur á hvers konar aðgerðir gætu gagnast best. Nú eins og þá er þörf á staðfestu, einkum frammi fyrir hræðsluáróðri Rússa eða tilraunum til hótana. Og nú eins og þá er þörf á þolin- mæði: Rússar gætu mistúlkað ofurákefð (á borð við að hlaupa á eftir þeim, hvetja þá til samvinnu bara um eitthvað, hvað sem er) sem veiklyndi. Og þrátt fyrir að Trump hafi lýst því yfir að hann sé ekki sáttur við nýju lögin um refsiaðgerðir sem hann undirritaði á [í lok júlí] færa þau ríkisstjórn hans nýtt vald til að halda uppi þrýstingi á Pútín um að semja um átökin í Úkraínu í anda ramma- samningsins sem gerður var í Minsk og láta Rússa gjalda afskiptanna af kosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári dýrara verði. (Ég var sá aðili í ríkisstjórn Obama sem sam- ræmdi refsiaðgerðir utanríkisráðuneytisins, átti þátt í að móta núverandi refsiaðgerðir og studdi frumvarpið sem nú er orðið að lögum.) Þegar Rússland breytir um stefnu, eins og það mun gera ef við getum dregið einhvern lærdóm af sögunni, eiga Bandaríkin að vera tilbúin að bregðast við. Evrópa hefur sannað sig sem dugandi samstarfsaðili varðandi Rússland. Bandaríkin og Evrópa beittu Rússland sameiginlegum refsiaðgerðum til að veita yfirgangi Rússa í Úkraínu viðnám. Evrópuþjóðir hafa gert sitt til að koma í veg fyrir þrýsting Rússa á NATO- ríki með því að senda herafla til Eystrasalts- landanna og ásamt Bandaríkjamönnum hafa þær sent herafla til Póllands og annarra ríkja í Mið-Evrópu. Í nýju lögunum um refsiaðgerðir eru ákvæði sem gætu stefnt þessari samvinnu við Evrópu í voða en síðbúnar lagfæringar drógu úr hluta þeirrar hættu og Bandaríkja- stjórn getur látið núverandi lög gera það sem þeim var ætlað að gera: þ.e. setja þrýsting á Rússa án þess að rjúfa tengslin við Evrópu. Í samskiptum við Rússa verða Bandaríkja- menn nú eins og í kalda stríðinu að muna hverjir þeir eru: leiðtogar hins frjálsa heims og boðberar lýðræðis og laga og reglna. Gildi okkar færa okkur vald. Okkur hafa orðið á mistök og aftur reynir á stofnanir okkar heima fyrir. En innst inni eru við enn þjóð sem byggir á gildum sem hvíla á þeirri staðföstu skoðun að allir menn séu jafnir. Það er máttur þessarar bandarísku hefðar sem skapar stöðu okkar í heiminum. Ef við notfærum okkur þessar minningar og gildi í samvinnu við lýðræðislega bandamenn okkar í Evrópu og annars staðar í heiminum náum við árangri. Daniel Fried á að baki langan feril í banda- rísku utanríkisþjónustunni auk þess sem hann starfaði sem ráðgjafi Bill Clinton og George W. Bush. Greinin birtist upphaflega í tímaritinu The Atlantic en er birt hér í íslenskri þýðingu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.