Þjóðmál - 01.09.2017, Page 78

Þjóðmál - 01.09.2017, Page 78
76 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Gunnar Björnsson Stuttbuxur skekja skákheiminn Skák Annað hvert ár fer fram Heimsbikarmótið í skák. Á mótinu sem er nýlokið tefldu 128 skákmenn með útsláttarfyrirkomulagi. Mótið er ægisterkt, en meðal keppenda á mótinu voru 15 stigahæstu skákmenn heims. Meira að segja heimsmeistarinn Magnús Carlsen tók þátt. Íslendingar áttu keppanda á mótinu. Jóhann Hjartarson ávann sér keppnisrétt þegar hann sigraði á Norðurlandamótinu í skák í Växjö í Svíþjóð í sumar. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem teflir á þessu móti í 17 ár, en Hannes Hlífar Stefánsson tefldi á mótinu árið 2000. Þátttaka Jóhanns var athyglisverð. Hann er ekki atvinnuskákmaður, enda í fullri vinnu hjá Íslenskri erfðagreiningu. Árið 2015 hóf Jóhann aftur taflmennsku eftir langt hlé og varð Íslandsmeistari í fyrra þegar mótið var haldið á Seltjarnarnesi. Lengi lifir í gömlum glæðum, en það má nefna að Jóhann var elstur hinna 128 keppenda þrátt fyrir að vera aðeins 54 ára. Segir það mikið um hversu ungir sterkustu skákmenn heims eru í dag. Sá eini á topp 100 yfir fimmtugu er Nigel Short.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.