Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 80

Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 80
78 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 15...Bxh3! 16. gxh3 Dxh3 Hér gat Norðmaðurinn sett öryggið á oddinn og leikið 17. Df3. Bu á þá ekkert betra en að þráskáka með 17...Bh2+ og 18...Bg3+. Magnús tefldi hins vegar til vinnings með 17. Rf1 en eftir 17...He8 18. d4 f5 var hann undir mikilli pressu. Kínverjinn tefldi óaðfinnanlega og eftir 36. leik Magnúsar kom þessi staða upp. Kínverjinn fann skemmtilega leið til að gera út um taflið. 36...Hg1+! Magnús gafst upp. Eftir 37. Rxg1 h2 er ekki hægt að hindra að svartur veki upp drottningu. Heimsmeistarinn náði ekki að jafna metin í seinni skákinni og féll því úr leik. Fleiri sterkir skákmenn féllu úr leik í sömu umferð og má þar nefna Nakamura, Kramnik og Caruana. Mótinu lauk 27. september en þegar þetta var ritað lágu endanleg úrslit ekki fyrir. Stóra stuttbuxnamálið Tap heimsmeistarans var samt ekki það sem stal senunni í skákfjölmiðlum í þriðju umferð- inni heldur voru stuttbuxur eins keppandans einnig í sviðsljósinu. Rússneskættaði Kanadamaðurinn Anton Kovalyov hafði byrjað frábærlega á mótinu. Hann vann fyrrverandi heimsmeistarann Vishy Anand í annarri umferð. Eftir sigurinn á Indverjanum vöktu ummæli Kanada- mannsins í viðtali við vefsíðu mótsins nokkra athygli. Þar talaði hann um að hann væri kominn lengra en hann ætti von á – og það hentaði honum afar illa í námi sínu. Meðal annars gagnrýndi Emil Sutovsky, formaður Félags atvinnuskákmanna, það að menn sem ekki hefðu löngun til að komast áfram væru að taka sæti af sterkum atvinnu- skákmönnum. Kovalyov hafði mætt til leiks til Tíblisi með einn lítinn bakpoka og í honum voru engar buxur – aðeins skrautlegar stuttbuxur. Þær reyndust miklar happabuxur í fyrstu umferð- unum tveimur. Þegar hann mætti til leiks í þriðju umferð gegn ísraelska stórmeistarann Rodshtein gerði yfirdómarinn hins vegar athugasemdir við klæðnað Kovalyov, sem samræmdist ekki kröfum mótsins um snyrti- legan klæðnað. Kanadamaðurinn benti á að hann hefði þegar teflt í þessum buxum í umferðum 1 og 2 og einnig á síðasta Heimsbikarmóti. Í fram- haldinu gerði Kovalyov athugasemdir við að hann hefði svart í fyrstu skákinni, en hann taldi sig hafa hvítt. Kanadamaðurinn hafði þar rangt fyrir sér, en óvenjulegt er að sterkir skákmenn hafi ekki litinn á hreinu fyrir skákir. Á meðan yfirdómarinn skoðaði málið mætti Georgíumaðurinn Zurab Azmaiparashvili, aðalskipuleggjandi mótsins, til leiks og sagði Kovalyov að skipta um föt. Áttu þeir orðaskipti og var greinilegt að Azmaiparashvili var ekki kátur. Kovalyov hélt úr skáksalnum. Í stað þess að fara upp á hótelherbergi og skipta um föt og mæta aftur í skákina virðist sem hann hafi pantað sér flug til heim til Kanada. Nokkru síðar sást hann úti við á leiðinni í leigubíl. Í framhaldinu sendi hann frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem hann bar því við að eiga ekki síðbuxur sem pössuðu sér – þar sem hann hefði fitnað. Bar hann skipuleggjanda mótsins þungum sökum fyrir dónaskap, hann hefði öskrað á sig og meðal annars kallað sig sígauna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.