Þjóðmál - 01.09.2017, Síða 82

Þjóðmál - 01.09.2017, Síða 82
80 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Enginn skortur er á sannfærandi bókum fyrir þá sem ala í brjósti óljósa tilfinningu um að heimurinn fari ekki bara versnandi - heldur sé á hraðri leið til glötunar. Bók sálfræðiprófessor- sins Philips Zimbardo Man Disconnected, sem hann skrifar í samstarfi við Nikita D. Coulombe, er sannarlega ein af þeim sem kynda duglega undir slíkan ótta. Zimbardo, sem er prófessor emerítus við Stanford-háskóla, er þekktur fyrir sálfræði- rannsóknir sínar og hefur einnig gefið út bækur fyrir hinn almenna lesanda þar sem rannsóknum í fræðigreininni eru gerð skil og þær settar í samfélagslegt samhengi. Þekktust þeirra er „Lucifer Effect“ sem segir frá þeirri grátlegu, en sannfærandi, vísinda- legu tilgátu að jafnvel sómakærasta og hjartahlýjasta fólk geti við ákveðnar aðstæður umturnast til þess að fremja hin andstyggilegustu óhæfuverk. Frægasta undirstaða þeirrar kenningar er hin fræga og umdeilda „Stanford-tilraun“ sem Zim- bardo hannaði og framkvæmdi árið 1971, þar sem sýnt var fram á að handahófskennd valdastaða tiltekinna nemenda gagnvart öðrum gat leitt af sér óskiljanlega breytingu á hegðun og grimmilega misnotkun á valdinu. Í Man Disconnected, sem kom fyrst út árið 2015, er umfjöllunarefnið ólíkt. Þar greinir hann frá fjölmörgum vísbendingum um að karlkynið á Vesturlöndum sé í mikilli krísu. Zimbardo færir rök fyrir því að ýmsir samverkandi þættir stuðli að bágri stöðu karlmanna. Vafalaust eru efni og efnistök höfunda ekki óumdeild og líklega mætti oftúlka eða mis- túlka ýmsa þætti í greiningu þeirra þannig að hneykslan gæti valdið. En það segir ekki ýkja mikið, því líklega hefur það aldrei verið sannara að allt valdi tvímælis er gjört – eða öllu heldur sagt – er. En Zimbardo er kominn á níræðisaldur og telur sig tæpast hafa tíma til þess að tala tæpitungu. Hann heldur því fram fullum fetum að staða stórs hluta ungra karlmanna á Vesturlöndum sé þannig að líf þeirra sé að fara í handaskolum á flestum sviðum; hvort sem litið er til frammistöðu þeirra í menntakerfinu, í borgaralegu sam- félagi, á atvinnumarkaði og meira að segja í svefnherberginu. Þórlindur Kjartansson Karlar í krísu Philip Zimbardo Nikita Coulombe (meðhöfundur) Man Disconnected Útgefandi: Riders Bandaríkin 2015, 352 bls. Bókarýni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.