Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 82
80 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017
Enginn skortur er á sannfærandi bókum fyrir
þá sem ala í brjósti óljósa tilfinningu um að
heimurinn fari ekki bara versnandi - heldur sé
á hraðri leið til glötunar. Bók sálfræðiprófessor-
sins Philips Zimbardo Man Disconnected, sem
hann skrifar í samstarfi við Nikita D. Coulombe,
er sannarlega ein af þeim sem kynda duglega
undir slíkan ótta.
Zimbardo, sem er prófessor emerítus við
Stanford-háskóla, er þekktur fyrir sálfræði-
rannsóknir sínar og hefur einnig gefið út
bækur fyrir hinn almenna lesanda þar sem
rannsóknum í fræðigreininni eru gerð skil
og þær settar í samfélagslegt samhengi.
Þekktust þeirra er „Lucifer Effect“ sem segir frá
þeirri grátlegu, en sannfærandi, vísinda-
legu tilgátu að jafnvel sómakærasta og
hjartahlýjasta fólk geti við ákveðnar
aðstæður umturnast til þess að fremja hin
andstyggilegustu óhæfuverk. Frægasta
undirstaða þeirrar kenningar er hin fræga
og umdeilda „Stanford-tilraun“ sem Zim-
bardo hannaði og framkvæmdi árið 1971,
þar sem sýnt var fram á að handahófskennd
valdastaða tiltekinna nemenda gagnvart
öðrum gat leitt af sér óskiljanlega breytingu á
hegðun og grimmilega misnotkun á valdinu.
Í Man Disconnected, sem kom fyrst út árið
2015, er umfjöllunarefnið ólíkt. Þar greinir
hann frá fjölmörgum vísbendingum um að
karlkynið á Vesturlöndum sé í mikilli krísu.
Zimbardo færir rök fyrir því að ýmsir
samverkandi þættir stuðli að bágri stöðu
karlmanna.
Vafalaust eru efni og efnistök höfunda ekki
óumdeild og líklega mætti oftúlka eða mis-
túlka ýmsa þætti í greiningu þeirra þannig
að hneykslan gæti valdið. En það segir ekki
ýkja mikið, því líklega hefur það aldrei verið
sannara að allt valdi tvímælis er gjört – eða
öllu heldur sagt – er. En Zimbardo er kominn
á níræðisaldur og telur sig tæpast hafa tíma
til þess að tala tæpitungu. Hann heldur því
fram fullum fetum að staða stórs hluta ungra
karlmanna á Vesturlöndum sé þannig að líf
þeirra sé að fara í handaskolum á flestum
sviðum; hvort sem litið er til frammistöðu
þeirra í menntakerfinu, í borgaralegu sam-
félagi, á atvinnumarkaði og meira að segja í
svefnherberginu.
Þórlindur Kjartansson
Karlar í krísu
Philip Zimbardo
Nikita Coulombe (meðhöfundur)
Man Disconnected
Útgefandi: Riders
Bandaríkin 2015,
352 bls.
Bókarýni