Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 83

Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 83
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 81 Fyrir þá sem hafa áhuga á samfélagsþróun- inni og stjórnmálum hljóta áhyggjur Zim- bardos að vekja ugg – því ekki þarf mikla þekkingu á veraldarsögunni til þess að skilja hversu hættulegt það getur reynst ef stórir hópar ungra karlmanna lifa í rótleysi og vonleysi. Það er helst huggun að finna í því að ef Zimbardo reynist hafa á réttu að standa um unga menn nú til dags er hæpið að þeir muni finna hjá sér nægilegt frumkvæði og þrótt til þess að framkalla sambærilega upplausn og eyðileggingu og slíkir hópar hafa áður gert í mannkynssögunni. Skipulag bókarinnar er með þeim hætti að í fyrsta hluta hennar er krísunni lýst; í öðrum hluta (og þeim umfangsmesta) er fjallað um undirliggjandi ástæður hennar og í þeim þriðja eru lagðar fram ýmsar tillögur sem bókarhöfundar telja að geti spornað við þróuninni. Einkenni Í fyrsta hluta er sett fram ýmiss konar ískyggileg tölfræði um bága stöðu karlmanna; til dæmis slakur og versnandi námsárangur, stóraukin notkun á hegðunarlyfjum (svo sem rítalíni), aukin félagsleg einangrun stórra hópa, aukið þunglyndi og félagskvíði, og minnkandi áhugi þeirra á því að eignast kærustur, eiginkonur og börn. Stærsta áhyggjuefni Zimbardos tengist óhóflegri notkun unglingspilta og ungra karl- manna á tölvuleikjum og áhorf á auðfengið klámefni af internetinu. Þetta tvennt telur Zimbardo að geti hreinlega gert unga menn algjörlega óhæfa og áhugalausa um að taka út þann þroska sem nauðsynlegur er til þess að geta tekið þátt í samfélaginu. Þar að auki leiða bæði tölvuleikirnir og klámið til félagslegrar einangrunar, brenglaðrar sjálfs- myndar, truflaðs viðhorfs til kvenna og svo til alvarlegs þunglyndis og kvíða. Klámneysla er svo útbreidd meðal ungra karlmanna að reynst hefur ómögulegt að rannsaka með vísindalegum aðferðum áhrif hennar á unga menn. Ástæðan: Þegar leitað var að saman- burðarhópi í stórum háskólum – ungum körlum sem ekki horfa á klám á netinu – finnast ekki nægilega margir. Reyndar fannst ekki einn einasti þegar leitað var í háskólan- um í Montreal í Kanada; og enginn ástæða er til þess að ætla að skólapiltar í Quebec séu sólgnari í klám en gengur og gerist. Zimbardo tiltekur auðvitað fleiri þætti en klám og tölvuleiki. Offita og hreyfingarleysi valda honum áhyggjum, en ekki síður lyfja- notkun – bæði af uppáskrifuðum lyfjum og ólöglegum. Fyrsti hlutinn dregur því upp þá mynd af ungum karlmönnum á Vesturlöndum að þeir séu smám saman að breytast í metnaðarlaus dauðyfli – sem er reyndar ekki alls kostar ný- stárlegar áhyggjur eldri kynslóða af þeim yngri. Þá er aukinheldur útbreidd fyrirlitning á ýmsu sem áður töldust vera jákvæðir karlmannlegir eiginleikar; og sífelld niðurbæling á þörfum drengja; svo sem eins og að fá að hreyfa sig og fikta við áhættusama hluti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.