Þjóðmál - 01.09.2017, Side 85

Þjóðmál - 01.09.2017, Side 85
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 83 Lausnir Þynnsti og þunnildislegasti hluti bókarinnar er því miður sá sem snýr að lausnum. Þær virðast ekki sannfærandi, enda eru vanda- málin flókin. Þó er rétt að virða tilraunina til virðingar. Lagt er til að stjórnvöld beiti sér fyrir að styrkja stöðu feðra með ýmsum hætti, til dæmis í forsjármálum, reyni að fjölga karlmönnum í kennarastétt, stuðli að hollara mataræði í skólum og auki kennslu í lífsleikni. Foreldrar eru hvattir til þess að fela drengjum meiri ábyrgð en veita þeim um leið meira frelsi, tala opinskátt um erfiða og vandræðalega hluti (eins og klám) og hjálpa drengjum að skipu- leggja tíma sinn. Karlmönnum er uppálagt að hætta að horfa á klám og stilla tölvuleikjaspili í hóf, stunda íþróttir og útivist, temja sér góða siði eins og að búa um rúm – og leggja sig fram um að skilja konur betur og bera virðingu fyrir þeim. Áhugaverðasta ábendingin að mínum dómi var til skemmtanageirans; en höfundarnir benda á að hlutverk karlmanna í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sé ekki síður en kvenna mengað af staðalmyndum. Í gamanþáttum eru feðurnir undantekningarlítið akfeitir aular sem einhvern veginn tókst að giftast atorkusömum þokkagyðjum – og í flestum kvikmyndum grundvallast virðing karlmanna á hæfileikum þeirra til þess að beita hugsunar- lausu ofbeldi. Hálftómt glas Kannski má flokka Man Disconnected sem heimsósómaprédikun. Margt í henni virðist því marki brennt. En það er örugglega staðreynd að mörgum ungum karlmönnum líður ekki vel og þeir eiga erfitt með að fóta sig á ýmsum sviðum. Og það má líka teljast augljóst að sumt í umhverfi okkar, sem snertir innsta eðli mannanna, hefur tekið hröðum breytingum á undanförnum árum og áratugum – einkum með tækninni. Það er hollt og eðlilegt að velta fyrir sér hvaða áhrif þessar breytingar eru að hafa á samfélagið. Áhyggjurnar eru sannarlega ekki nýjar. „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ spurði Jónas Hallgrímsson sem stundum fann samtíma sínum allt til foráttu en sá fortíðina í dýrðarljóma. Líklegast þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að ungir karlmenn á Vesturlöndum séu mikið öðruvísi en fyrri kynslóðir, þótt vanda- málin virðist nýstárleg. Bókin opnar hins vegar augu lesandans fyrir áhrifum mikilla samfélagsbreytinga og vekur fjölmargar hollar spurningar um hvort stór hluti stráka og ungra manna sé jaðarsettari og einangraðri en almennt er viðurkennt. Að þeir séu jafnvel, í fleiri en einum skilningi, teknir úr sambandi. Höfundur er sjálfstætt starfandi.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.