Þjóðmál - 01.09.2017, Side 86

Þjóðmál - 01.09.2017, Side 86
84 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 „Jæja, nú farið þið heim með þennan samning og eruð sigurvegarar“ Kafli úr æviminningum Guðmundar H. Garðarssonar Bókakynning „Fyrir forgöngu Knut Frydenlund, utanríkis- ráðherra Noregs, er deilendum boðið til Óslóar. Tugir blaðamanna biðu úti á Fornebu- flugvelli þegar við lentum og Frydenlund tók á móti okkur á flugvellinum. Við höfðum ákveðið Íslendingarnir að segja ekkert við blaðamenn, en heyra mátti í sífellu smelli ljósmyndavélanna, þegar við gengum eftir göngum flugstöðvarinnar. Ætli við höfum ekki endurtekið orðin „no comment“ hundrað sinnum! Bíll flutti okkur á Grand Hotel. Stutt var þar til fundurinn með Bretunum hæfist og fengum við okkur tvo bíla til að aka okkur á fundarstaðinn. Þar fyrir utan voru íslenskir mótmælendur sem fluttu okkur ávarp. Inntak þess var að við ættum að fara heim, því það væru svik að semja við árásárþjóðina, Breta. Inni í fundarherberginu sátum við með Antony Crossland, nýjum utanríkisráðherra, en Callaghan var þá orðinn forsætisráðherra. Andrúmsloftið var fremur stirt. Tvær eða þrjár undirnefndir voru skipaðar sem funduðu hver í sínu horni. Þetta gekk þolanlega, en mér þóttu bresku samningamennirnir smá- smugulegir. Þegar við hittum Crossland aftur sögðum við honum að þetta væru alltof miklir embættismenn. Hann tók undir þau sjónarmið að verið væri að eyða tímanum í karp um aukaatriði. Hann skildi að þetta myndi bara tefja farsæla lausn málsins. Til að gera langa sögu stutta tókust samningar og voru undirritaðir. Við gerðum nokkrar tæknilegar breytingar, en féllum aldrei frá meginkröfunni um að Bretar hyrfu út fyrir 200 mílurnar.“ Samningurinn var undirritaður 1. júní 1976 í Ósló, undir handarjaðri Knuts Frydenlund, utanríkisráðherra Noregs. „Henry Kissinger, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna 1973–1977, segir að Frydenlund, utanríkisráðherra Norðmanna, hafi borið af öllum þeim utanríkisráðherrum sem hann hafi kynnst. Hann hefði staðið við orð sín, verið íhugull og raunagóður. Þarna í Ósló urðu miklir fagnaðarfundir með okkur Oddvar Nordli, forsætisráðherra Noregs, en við höfðum fyrst hist í kynnisferð ungra leiðtoga lýðræðisflokkanna í Washing- ton sumarið 1960 og haldið góðu sambandi æ síðan. Þegar kom að undirskriftinni í Ósló hvíslar Nordli rólega að mér: „Við leggjum fram okkar tillögur um 200 mílur í haust, svo þurfum við bara að koma okkur saman um miðlínur.“ Norðmennirnir höfðu þrýst á um lausn deilunnar og samstarfið innan NATO var grundvallaratriði í þessu. Ég vil líka minnast þáttar sendiherra okkar í þessu sambandi og fleiri starfsmanna utanríkis- þjónustunnar. Þeir voru flestir góðir fagmenn og unnu merkilegt starf bakvið tjöldin. Síðar í haust er væntanleg bókin Maður nýrra tíma, sem eru æviminningar Guðmundar H. Garðarssonar, alþingismanns, formanns Verslunarmannafélags Reykjavíkur, fulltrúa stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og formanns stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Höfundur er Björn Jón Bragason, lögfræðingur og sagnfræðingur. Skrudda gefur út. Hér er birtur stuttur kafli sem fjallar um samningaviðræðurnar í Ósló 1976 um útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómílur, en Guðmundur var í nefndinni sem samdi um útfærsluna. Textinn innan tilvísunarmerkja er Guðmundar en Björn Jón skrifar þess á milli.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.