Þjóðmál - 01.09.2017, Side 87
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 85
Sendiherrastöðurnar voru ekki bara bitlingar.
Mér koma til hugar Einar Benediktsson, Pétur
Thorsteinsson, Hans G. Andersen og fleiri,
hver öðrum betri. Ég fann það á fundum
erlendis að hlustað var á sendiherrana.
Ég man að Crossland sagði við okkur þegar
við höfðum samið: „Jæja, nú farið þið heim
með þennan samning og eruð sigurvegarar,
en ég veit ekki hvað karlarnir í kjördæminu
mínu segja, því að ég er þingmaður á þessu
svæði. Ætli þeir drepi mig ekki bara!“ Hann
sagði þetta eðlilega mikil vonbrigði, en Bretar
væru farnir að skilja vanda okkar líka og bætti
við: „Þið hafið átt marga bandamenn, sem
ekki hafa látið hátt opinberlega, en styrkt
ykkur. Við vonum að þetta fari allt vel og við
þurfum ekki að lenda í frekari deilum.““
Bretar féllust á 200 mílna fiskveiðilögsögu
Íslendinga og fengu takmarkaðar veiði-
heimildir til 1. desember 1976. Deilunni
lauk með fullnaðarsigri Íslendinga og það
lagði grunninn að því samfélagi sem okkur
þykir svo sjálfsagt í dag. Það var sólkskin
í Ósló þennan dag. Mikill gleðidagur fyrir
alla Íslendinga og ekki síður ánægjulegur
dagur fyrir Nordli og Frydenlund. Nokkrum
mánuðum síðar tilkynntu Norðmenn að þeir
myndu færa sína fiskveiðilögsögu út í 200
sjómílur.
„Þegar skrifað hafði verið undir skyldi undir
eins haldið heim á leið. Áætlunarvél Flugleiða
á leiðinni frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur
tók á sig krók til Óslóar og sótti okkur. Ekki
voru margir farþegar í vélinni og við settumst
allir framarlega, nema Hans G. Andersen, sem
kom sér einn fyrir aftar. Við Hans þekktumst
vel og ég hafði oft heimsótt hann og Ástríði
konu hans úti í Washington, þar sem þau
bjuggu lengi. Ég settist hjá honum og sagði:
„Nú finnst mér við hæfi að ég þakki þér fyrir
lífsstarf þitt.“ Og hann svaraði: „Þetta þykir
mér vænt um. Þú ert sá eini sem hefur gert
það!“
Við héldum blaðamannafund þegar við
komum heim til Íslands. Það var um miðja
nótt ef mig misminnir ekki og ég var
alveg úrvinda af þreytu, en auðvitað mjög
ánægður.“
Í áramótaávarpi Geirs Hallgrímssonar 1977
sagði hann meðal annars: „Yfirráðin okkar
yfir 200 mílna fiksveiðilögsögu er staðreynd
– ævintýralegustu og örlagaríkustu tímamót
í sögu íslensku þjóðarinnar eftir sjálfa
lýðveldisstofnunina. Efnalega eigum við hér
eftir enga afsökun, ef okkur tekst ekki að sjá
sjálfum okkur farborða, þótt auðvitað sé við
margvíslegan efnahagsvanda að glíma eftir
sem áður.“
„Patrick Duffy var flotamálaráðherra Breta
þegar þeir kölluðu herskipin heim af
Íslandsmiðum. Duffy varð síðar formaður
þingmannanefndar Atlantshafsbandalagsins
og þar tókst góð vinátta með okkur. Í þau
skipti sem hann kom hingað til landsins
Guðmundur með Bjarna Benediktssyni yngri, formanni
Sjálfstæðisflokksins, á 90 ára afmælisfögnuði Heimdallar í
vetur sem leið, þar sem Guðmundur var sæmdur gullmerki
félagsins. Ljósm. Håkon Broder Lund.
Einar Ágústsson utanríkisráðherra, Þórarinn Þórarinsson,
alþingismaður Framsóknarflokks, og Guðmundur að
lokinni undirritun samkomulagsins í Osló 1976 þar sem
Bretar féllust á 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslendinga.
Að baki þeim stendur Hans G. Andersen hafréttarfræðingur.