Þjóðmál - 01.09.2017, Side 88

Þjóðmál - 01.09.2017, Side 88
86 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 heimsótti hann okkur Ragnheiði. Einhverju sinni sátum við þrjú saman heima í Stigahlíð- inni og Duffy varð að orði: „Ég hef aldrei fagnað annarri stund í lífinu eins og þegar ég gat kallað bresku herskipin heim.“ Duffy bar hlýjan hug til Íslendinga, en hann hafði verið í setuliði Breta hér á stríðsárunum og minntist þess þegar þeir marséruðu í messu í Dómkirkjunni á hverjum sunnudegi.“ Bretar litu þrátt fyrir allt á Íslendinga sem trausta bandamenn sína. Það gerðu Vestur- Þjóðverjar líka og nokkru eftir að lausn fékkst í deilunni um 200 mílurnar var Guðmundur sæmdur næst æðsta heiðursmerki vestur- þýska sambandslýðveldisins. Ráðstefna ATA á Íslandi 1977 – Þýðing NATO við lausn landhelgisdeilunnar „Eugene Rostow, forseti Atlantic Treaty Association, stakk upp á því 1976 að samtökin héldu árlegt þing sitt á Íslandi og okkur fannst það auðvitað upplagt. Þó var ákveðið að halda það fremur árið eftir hér á landi vegna landhelgisdeilunnar og það varð úr. Rostow var þá orðinn varaforseti samtakanna. Hann kom í heimsókn til okkar Ragnheiðar og ég fór með hann austur að Gullfossi og Geysi.“ Guðmundur var þá enn formaður Samtaka um vestræna samvinnu, en auk hans í stjórn samtakanna sátu Björgvin Vilmundarson varaformaður, Heimir Hannesson gjaldkeri og aðrir í stjórn voru Ásgeir Jóhannesson, Björn Bjarnason, Jón Abraham Ólafsson, Kristján G. Gíslason, Leifur Sveinsson, Styrmir Gunnars- son og Tómas Karlsson. Samtökin Atlantic Treaty Association voru stofnuð 1954 af áhugamönnum um samstarf vestrænna lýðræðisríkja. Á þingunum var fjallað um mikilsverð utanríkismál, sér í lagi málefni Norður-Atlantshafsbandalagsins. Á þinginu í Reykjavík var einkum rætt um þá ógn sem vestrænum ríkjum stafaði af stóraukinni hervæðingu Sovétríkjanna á flestum sviðum hernaðartækninnar og þá ekki síst með tilliti til hins mikla vígbúnaðar Sovétríkjanna á norðanverðu Atlantshafi. Í því sambandi var bent á stóraukin umsvif sovéska flotans á svæðunum umhverfis Ísland og Norður-Noreg og mikla uppbyggingu flotastöðvar þeirra á Kólaskaga. Á þessum árum óx hernaðarmáttur Sovétmanna um 5–6% á ári hverju og því var brýn þörf fyrir aukinn viðbúnað Atlantshafsbandalagsins. Umsvif sovéska flotans á Norður-Atlantshafi þóttu þá orðin uggvænlega mikil. Á sama tíma var uppi svokölluð slökunar- stefna eða „þíða“ (fr. détente) á Vesturlöndum gagnvart austurblokkinni. Rostow taldi lýðræðisríki eiga í vök að verjast og þar kæmi ýmislegt til. Détente væri aðeins fjarlægt takmark. Á sama tíma og sumir leiðtogar Vesturlanda vildu setjast að samningaborði við leiðtoga Sovétríkjanna og annarra Eugene Rostow 1913–2002. Hann var deildarforseti lagadeildar Yale­háskóla 1955–1965 er hann gerðist einn nánasti ráðgjafi Lyndon B. Johnson forseta. Eugene Rostow var forseti Atlantic Treaty Association 1973–1976. Ljósm. Hollenska þjóðskjalasafnið. Guðmundur í Washington 1960 með Oddvar Nordli, full­ trúa norska Verkamannaflokksins. Nordli er fæddur 1927 og leiðir þeirra Guðmundar lágu síðar saman, en þá var Nordli orðinn forsætisráðherra Noregs, en því starfi gegndi hann 1976–1981. Ljósm. úr safni Guðmundar sjálfs.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.