Þjóðmál - 01.09.2017, Síða 89

Þjóðmál - 01.09.2017, Síða 89
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 87 kommúnistaríkja ykju Sovétmenn framlag sitt til hermála og vopnabúnaðar stórum. Sovétmenn hefðu því í engu látið af heimsvaldastefnu sinni. Hann sagði þá samt sem áður ekki svo óraunsæja að halda að þeir gætu náð beinum yfirráðum yfir fleiri ríkjum. „Þeir eru raunsærri en svo. Þeir vita hins vegar, að þegar til lengdar lætur er drýgst að reyna að ná sem mestum áhrifum í sem flestum löndum. Þeir sækjast eftir því að ein- angra Bandaríkin og liður í því er að einangra Evrópu og ná þar sem víðtækustum áhrifum. Afskipti þeirra af málum í Mið-Austurlöndum eru liðir í þessari áætlun og sama er að segja um afskipti þeirra af málum í Suðaustur-Asíu. Nákvæmlega það sem sama er nú að gerast í Afríki. Í Úganda situr Idi Amin. Þennan mann styðja Sovétríkin með því að senda honum vopn. Þeir gera það ekki af því að þeir séu hlynntir stefnu hans, heldur af því að þeir vilja ná áhrifum í Úganda og gera landið háð Sovétríkjunum.“ Alls sátu 300 fulltrúar þingið í Reykjavík, en yfirskrift þess var How to meet the growing threat. Karl Mommer var forseti ATA á þessum tíma, en hann var fyrrverandi þingmaður Sósíaldemókrata í Vestur-Þýskalandi. Rostow hafði verið forseti samtakanna 1973–1976, en var einn þriggja varaforseta þeirra þegar hér var komið sögu. Meðal ræðumanna á þing- inu voru, auk Guðmundar og Mommer, þeir Geir Hallgrímsson forsætisráðherra, Joseph Luns framkvæmdastjóri NATO, og H.F. Zeiner Gundersen, hershöfðingi í her Noregs, og formaður hermálanefndar NATO. Í setningar- ræðu sinni gat Guðmundur þess að Joseph Luns og ýmsir framámenn Atlantshafsbanda- lagsins hefðu gegnt lykilhlutverki við lausn fiskveiðideilunnar við Breta. Hann tæpti einnig á stöðu Íslands í ræðu sinni: „In a way Iceland is in a unique situation as a member of NATO. Iceland is by far the smallest nation within the organisation, the country has a very strategic location guarding the gateways to the Atlantic, it has no national defence of its own and there is a rather strong anti-NATO faction among certain groups in Iceland.“ Ríkisstjórnir bandalagsþjóða NATO gátu átt óhægt um vik að blanda sér í deilumál tveggja aðildarríkja eins og gerðist í land- helgisdeilunni. Aftur á móti gátu Samtök hins almenna borgara þá komið að góðum notum. ATA hafði áður beitt sér í deilum Grikkja og Tyrkja og síðar enn frekar í þorska- stríðunum á áttunda áratugnum eins og áður var rakið. Ýmis minni háttar ágreiningsmál höfðu samtökin einnig leyst án þess að það kæmi upp á yfirborðið. Í útvarpserindi „Um daginn og veginn“ mánu- daginn 2. apríl 1979 minntist Guðmundur þess að 30 ár væru liðin frá stofnun Atlants- hafsbandalagsins. Með stofnun þess hefði útþensla Sovétríkjanna í vesturátt verið stöðvuð og borgarlegt lýðræði, byggt á þjóðlegum vestrænum hefðum, tryggt í Vestur-Evrópu. Bandalagið hefði tryggt frið, öryggi og frelsi á yfirráðasvæði bandalagsríkjanna og eindregin samstaða þeirra hefði átt ríkan þátt í að tryggja þennan frið. Ágreiningsmál milli einstrakra ríkja innan bandalagsins hefðu verið leyst með þeim hætti að deilendur hefðu haft sæmd að þegar upp var staðið og mætti nefna landhelgismálið þar sem dæmi. „Útfærslan í 200 mílna fiskveiðilög- sögu árið 1975 var mjög djörf framkvæmd. Hér var raunverulega um byltingu að ræða í fiskveiðilögsögumálum alls heimsins, sem braut í bága við ríkjandi stefnu og skoðanir flestra þjóða í þessum efnum á þeim tíma. Hin mikla andstaða erlendis við 200 mílna útfærsluna þurfti því ekki að koma neinum á óvart. En án nokkurs vafa hefðu Íslendingar ekki getað tryggt framgang þessa mikla hagsmunamáls með jafn skjótum hætti og raun ber vitni, ef þeir hefðu ekki verið aðilar að Atlantshafsbandalaginu.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.